Þetta er flottur réttur þegar fólk vill gera vel við sig.
Rétturinn er fyrir fjóra.
Hráefni:
800 g lambaprime - hægeldað
25 g rósmarin, saxað
25 g timian, saxað
3 stk hvítlauksrif, pressuð
ólífuolía, salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk
Steinseljurótarmús:
¼ stk steinseljurót
5 stk jerúsalemætiþistlar
ólífuolía og salt
Í byrjun:
Takið saman allt hráefnið. Stillið ofninn á 70°C. Setjið grillpönnu á helluna og kveikið undir á háan hita.
Lambið: Kjötinu er velt upp úr kryddinu og síðan er því lokað á grillpönnunni 1 mín. á hvorri hlið. Lambið fer inn í ofninn í 70°C og látið eldast þar til kjarnhitinn er orðinn 65°C (um 40 mín.)
Steinseljurótarmús: Steinseljurótin er skorin í bita og soðin í saltvatni ásamt 4 jerúsalemætiþistlum í 20 mín. Síðan er hún sett í matvinnsluvél ásamt 2 dl af ólífuolíu og saltað eftir smekk. Látið allt maukast þar til áferðin verður silkimjúk.
Jerúsalemætiþistlaflögur: Takið einn ætiþistil og skerið í þunnar skífur á mandolíni.
Setjið í ofnskúffu og bakið við 100°C í 30 mínútur.