Þetta er svona réttur sem gott er að hafa á laugardögum eða þegar gera á vel við sig eða vinnahópinn.
Hráefni:
Lambahyggur:
700g lambahryggsvöðvi
Kartöflur:
200 gr kartöflur
30 gr smjör
15 gr rjómi
smátt skorin steinselja
Hvítlaukur:
4 stk hvítlauksrif
Shallot:
50 gr shallot laukur
smjör
kjúklingasoð
Tómatur:
3 stk tómatar
Sósan:
1 L lambasoð, sjóðið niður um 2/3 með rosmarin greinunum.
2 msk smjör, og svo er smjörið hrært útí sósuna
Rosmarin greinar, Salt og pipar eftir smekk.
Aðferð
Lambahryggur:
Steiktur á pönnu og settur í 180°C heitan ofn og eldaður í ca. 6 mín og svo er hann látinn standa í nokkrar mínútur undir viskustykki.
Kartöflur:
Sjóðið kartöflurnar og skrælið. Setjið þær í pott og stappið létt ásamt smjörinu og rjómanum. Steinselja, salt og pipar sett svo útí.
Hvítlaukur:
Sjóðið hvítlaukin úr smjöri þar til hann verður mjúkur.
Shallot:
Léttsteikið laukinn úr smjöri og setjið svo kjúklingasoðið og sjóðið þar til hann verður mjög mjúkur.
Tómatur:
Skerið tómatin í 4 báta og takið inn úr honum, bakið í ofni í nokkrar mín.við120°C. Stingið hann svo í hringi.
Sósan:
1 L lambasoð, sjóðið niður um 2/3 með rosmarin greinunum.
2 msk smjör, og svo er smjörið hrært útí sósuna
Rosmarin greinar, Salt og pipar eftir smekk.