Uppskrift er fyrir 4.
2 skinn og beinlausar kjúklingabringur – skornar í tvennt
3 msk af extra virgin ólífuolíu – skipta
1 tsk af sítrónukjöti
½ tsk af salti – skipta
½ tsk af ferskum pipar – skipta
¾ bolli af heilhveiti orzo
2 bollar af baby spínat – skera hann í lengjur
1 bolli af niðurskorinni gúrku
1 bolli af niðurskornum tómat
¼ bolli af rauðlauk – saxaður
¼ bolli af muldum feta osti
2 msk af ólífum – skera þær niður
2 msk af sítrónu safa – ferskum
1 hvítlauksgeiri – rífa hann niður
2 tsk af fersku oregano – saxað
Forhitið ofninn í 240 gráður.
Takið kjúkling og berið á hann 1 msk af olíunni og dreifið sítrónukjötinu yfir, ásamt ¼ tsk af salti og pipar. Setjið í eldfast mót.
Látið bringur bakast í 25-30 mínútur eða þar til þær eru bakaðar í gegn.
Á meðan kjúklingur er í ofni skal setja vatn í pott á háan hita og láta suðuna koma upp. Bætið orzo í vatnið og látið sjóða í 8 mínútur.
Bætið spínati saman við og látið sjóða í 1 mínútu. Hellið vatni af og hreinsið með köldu vatni.
Helli vel af þessu og færið svo yfir í stóra skál.
Bætið saman við gúrku,tómötum,lauk, feta osti og ólífum. Hrærið saman.
Hrærið svo í litla skál restinni af olíunni, sítrónu safanum, hvítlauk, oregano og restinni af salti og pipar.
Hrærið núna allri dressingunni fyrir utan 1 msk saman við orzo blönduna.
Dreifið rest af dressingu yfir kjúklinginn.
Berið svo fram með fersku salati.
*orzo er tegund af pasta sem minnir einna helst á hrísgrjón en samt örlítið stærri.