Fara í efni

Mexikóskur kjúklingaborgari að hætti Lólý

Það er alveg geggjað að elda þennan fyrir familíuna og bera fram Guacomole með sem ég póstaði síðast. Hann er voða einfaldur en algjörlega geggjaður og það er náttúrulega ómissandi að hafa Guacomole með svona borgara, sérstaklega heimagerða. Hvet ykkur til að kíkja á þennan og prófa!!!
Þú verður að prófa þennan frá Lólý.is
Þú verður að prófa þennan frá Lólý.is

Það er alveg geggjað að elda þennan fyrir familíuna og bera fram Guacomole með sem ég póstaði síðast.  Hann er voða einfaldur en algjörlega geggjaður og það er náttúrulega ómissandi að hafa Guacomole með svona borgara, sérstaklega heimagerða. Hvet ykkur til að kíkja á þennan og prófa!

  • 2 kjúklingabringur(fer auðvitað eftir fjölda)
  • 1 kúla ferskur mozzarella ostur
  • 1 bréf fajitas krydd
  • 2 hamborgarabrauð
  • kál
  • tómatar
  • rauðlaukur
  • hvítlaukssósa
  • salsasósa(fyrir þá sem vilja)

 

Takið kjúklingabringurnar og lemjið þær með kjöthamri þannig að þær verði þunnar og góðar, ekki nota samt alla kraftana svo að kjúklingabringurnar detti ekki í sundur. Kryddið með ólífuolíu, mjög gott að nota hvítlauksolíu og kryddið með fajitas kryddinu. Steikið á pönnu þangað til þær eru gegnsteiktar en passið þó upp á að ofsteikja ekki svo að þær verði ekki þurrar. Takið af hitanum og skerið mozzarella ostinn í sneiðar og raðið ofan á bringurnar og leyfið ostinum aðeins að bráðna.

Hitið brauðið í ofninum og skerið niður grænmetið sem þið ætlið að hafa á honum. Nú svo er bara að raða á borgarann eftir sínum smekk. Nú svo getið þið auðvitað bara haft hvaða sósur sem er, nú aðalatriðið er að hafa það sem fjölskyldumeðlimum finnst best. Verið búin að gera Guacomole fyrst og berið fram með því hún er algjörlega ómissandi hluti af mexíkóskum kjúklingaborgara.

Ég bara þetta fram með kartöflubátum sem ég var búin að setja í eldfast mót og krydda með ólífuolíu og kryddi sem heitir Garlic og Thyme frá Nicolas Vahé og fæst í völdum sérvöruverslunum á landinu. Þetta er hvítlauks og timían krydd sem passar alveg svakalega vel með kartöflum. En auðvitað getið þið nota bara hvítlauk, salt og pipar og timían.

 

Tengt efni: