fyrir 4 - úr Heilsuréttum Hagkaups (Solla)
800 g kjúklingabringur/ úrbeinuð læri
6 stk hvítlauksrif
1½ stk chili
30 g ferskur engifer
3 dl tamarisósa
3 msk ristuð sesamolía
3 msk steinselja
Mangó og ananassalsa:
1 stk mangó, afhýtt
½ stk ananas, afhýddur
1 stk rauð paprika
1 stk lítill rauðlaukur
1 stk hvítlauksrif
1 stk límóna
1 stk ferskur rauður chili, skorinn í tvennt og steinhreinsaður
4 msk ólífuolía
1 búnt ferskur kóríander
Tamari kjúklingur: Hvítlaukur, chili, engifer, tamarisósa, steinselja og sesamolía sett í blandara og blandað vel saman. Skerið hverja bringu í þrennt langsum og látið liggja í tamarisósu kryddleginum í um 2 klst. Setjið í eldfast mót og inn í heitan ofn og bakið við 180–200°C í um 20–25 mín. Mangó ananassalsa: Skerið mangó, ananas og papriku í teninga, saxið lauk, hvítlauk og chili mjög fínt, blandið öllu saman og setjið límónusafa og olíu út í, kryddið með salti og setjið svo kóríander saman við.