Afar girnilegt salat úr Heilsuréttum Hagkaups.
Þetta salat er fyrir 4 - úr Heilsuréttum Hagkaups (Solla)
Hráefni:
500 g eldaður kaldur kjúklingur
1 stk romaine salathöfuð
10 stk aspasstilkar, grillaðir
100 g jarðarber
1 dl kókosflögur með chilisósu (sjá bls. 77)
1 msk zahtar-kryddblanda
Leiðbeiningar:
Rífið kjúklinginn í passlega stóra bita, skerið kálið niður í bita, skerið aspasinn í bita, skerið jarðarberin í tvennt, setjið allt í skál og kryddið með zahtar, hellið sósunni yfir og endið á að strá chiliflögum yfir salatið.
Njótið~