Jarðaber – helst stór
Nutella
Hreinsið jarðaberin og þerrið þau með eldhúspappír. Notaðu nú beittan hníf til að skera ofan af jarðaberjunum og ofaní til að búa til holu.
Þegar öll berin eru tilbúin þá er afar gott að notast við góðan lítinn poka og setja Nutella í pokann og kreista því ofan í jarðaberin.
Með því að gera þetta svona þá ertu ekki að subba allt út og þetta tekur enga stund, frekar en að reyna að nota teskeið til að setja Nutella í berin.
Svo er bara að finna fallegan disk og raða fylltu jarðaberjunum á hann og kannski eins og einni rauðri rós og þú slærð í gegn.
Konur, til hamingju með daginn.