1 msk olía
4 stk kjúklingabringur, skinnlausar
1 stk Campbells kjúklingasúpa ( ca. 280 gr. )
1/2 bolli vatn
1 msk Dijon sinnep
1 msk hvítvín
1 msk steinselja, söxuð (Má vera þurrkað)
1 msk púðursykur
1/2 tsk laukduft
1/4 tsk Estragon, söxuð (Má vera þurrkað)
1 tsk hvítlauksduft
Hitið olíu á pönnu og setjið kjúklingabringurnar í pönnuna og steikið báðum megin í um 10 mínútur í það heila.
Setjið súpuna, sinnepið, hvítvínið, steinseljuna, púðursykurinn, lauk og hvítlauksduftið, estragon í pönnuna og látið suðuna koma upp og lækkið aðeins hitann og sjóðið síðan niður til helminga eða þar til að sósan er orðin kremuð og kjúklingabringurnar tilbúnar.