1 stór kúrbítur eða 2 minni
1 hvítlauksgeiri – má vera meira
¼ bolli af ferskum basil
¼ bolli af fersku oregano
1 msk af sítrónu – stappaðri
2 egg
¼ bolli af glútenlausu hveiti
¼ tsk af lauk dufti
1 tsk af salti eða eftir smekk
¼ tsk af pipar eða eftir smekk
Avókadó dýfa – gott að gera sjálf úr fersku avókadó
½ bolli af vel söxuðu dilli
Hræra svo vel saman
Rífið kúrbítinn niður með því að nota grófari hliðina á rifjárni.
Setjið nú rifna kúrbítinn í gott sigti og hristið saman saltinu.
Látið standa í 10 mínútur og skellið því svo á þurrt viskastykki til að þerra það.
Setjið kúrbítinn í stóra skál og blandið varlega saman við eggjum, hvítlauk, basil, oregano, sítrónunni, lauk dufti, salti og pipar.
Passið að blanda þessu vel saman. Nú skal setja hveitið saman við og hræra og passa að hafa enga kekki.
Hitið 2 msk af kókosolíu á stórri pönnu á meðal hita eða þar til olían er farin að krauma smá.
Notið matskeið til að móta klattana – 2 msk gera góðan klatta. Fyllið pönnuna með smá bili milli hvers klatta.
Eldið þar til klattar eru orðnir gylltir, tekur um 2-3 mín. Lækkið hitann.
Snúið klöttum við og látið eldast þar til gylltir.
Takið klatta af pönnu og setjið til hliðar – jafnvel gott að hafa ylvolgan ofninn til að halda þeim heitum á meðan þú klárar deigið þitt.
Það má bæta meiri olíu á pönnuna.
Ef þú vilt meira af grænmeti í klattana þá er mjög gott að bæta saman við deig t.d grænkáli eða spínat.