Ef þú ert nú þegar ekki orðin kúrbítsnúðlu aðdáandi þá mun það gerast eftir þennan rétt.
Uppskrift er fyrir 2 og er auðvelt að stækka.
2 meðal stórir kúrbítar
3 bollar af ferskum basil laufum
¼ bolli af furuhnetum + aukalega fyrir toppinn
2 msk af ger (nutritional yeast)
1 hvítlauksgeiri
½ tsk af ferskum sítrónusafa
½ tsk af grófu sjávar salti
½ tsk af rauðum piparflögum
¼ bolli af ólífu olíu
½ bolli af elduðu quinoa
Skerðu endana af kúrbítum og renndu þeim í gegnum spagettí spírólínuna (spiralizer) nota spagettí blaðið. Skerið núðlurnar í minni bita og setjið í stóra skál.
Taktu nú fram matarvinnsluvélina og settu basil, furuhnetur, ger, hvítlauk, sítrónusafa og krydd í skálina og láttu vinnast vel saman. Á meðan matarvinnsluvél er í gangi skaltu hella olíunni saman við. Stoppið svo og hreinsið innan úr skálinni áður en quinoa er sett saman við. Látið vinnast vel saman.
Takið nú skálina með kúrbítsnúðlum og hellið pestóinu yfir og skreytið með furuhnetum og basil laufum.
Berið fram strax.