Fyrir 4 að hætti Rikku
800 g lambainnralæri
20 g döðlur, saxaðar
20 g pistasíukjarnar, grófsaxaðir
2 msk austurlensk kryddblanda
2 msk hunang
1 msk sítrónusafi
1 tsk rifinn sítrónubörkur
salt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 200°C. Skerið rauf í lambainnralærið og kryddið með salti og pipar. Fyllið með döðlum og pistasíuhnetum. Blandið kryddblöndunni saman við hunangið, sítrónusafann og börkinn og makið á kjötið. Leggið kjötið í ofnskúffu og bakið í 35-40 mínútur.