Hún er auðveld og fljótleg.
Uppskrift er fyrir 2-4.
2 avókadó – stöppuð
1 msk af sítrónusafa – eða lime ef þú vilt það frekar
2 msk af næringaríku geri
¼ tsk af chili dufti – eða eftir smekk
¼ - ½ tsk af lauk dufti – byrjaðu á ¼ og ef þú vilt meira þá bætir þú því saman við
¼ tsk af sjávar salti – eða eftir smekk
Ferskur svartur pipar úr piparhvörn
Saxaðu niður jurtir eins og – steinselju, kóríander og graslauk
Stappaðu avókadóin saman og settu í skál ásamt restinni af hráefnum. Blandið afar vel saman, smakkið til og bætið meira af kryddinu ef þú vilt.
Einnig má setja allt hráefnið í matarvinnsluvél og láta hrærast saman þar til blandan er mjúk.
Já, svona er þetta einfalt.
Setjið í ílát með loki því þetta geymist í ísskáp í 2-3 daga.