Þessir dúndurgóðu orkubitar eru einmitt fengnir þaðan og það bregst ekki að allt sem ég hef prófað af síðunni er gott. Eða það þykir mér allavega. Ég myndi þó seint kalla þessa bita hreint og beint hollustufæði, þeir eru í það minnsta frekar orkuríkir og alveg skuggalega góðir, dálítið klístraðir og stökkir. Minna mig helst á blöndu af hráu hafra-smákökudegi og rice krispies kökum. Þeir allavega virka og renna ljúflega niður jafnt hjá ungum sem öldnum. Það er gott að geyma bitana í ísskáp, jafnvel í frysti því þeir eru dálítið lausir í sér þegar þeir ná stofuhita blessaðir. Eða eins og Angela Oh she glows pæja orðar það, þá er best að sporðrenna einum bita, í heilu lagi, beint úr ísskápnum og nei, það er sko ekki erfitt skal ég segja ykkur. Svo það er betra að hafa bitana bara litla og sæta og njóta í botn.
Ljúffengir granóla bitar sem ekki þarf að baka (breytt uppskrift af http://www.ohsheglows.com):
Aðferð: Blandið öllum þurrefnum saman í stórri skál. Pískið saman möndlusmjöri, kókosolíu, sírópi, vanillu og salti og hellið yfir þurrefnin í skálinni. Blandið vel saman. Klæðið lítið form eða eldfast mót með bökunarpappír, hellið blöndunni í og þrýsið vel niður og út í kantana. Stráið yfir nokkrum trönuberjum og súkkulaðidropum og þrýstið aðeins niður. Setjið í frysti í 30 mínútur. Takið þá út og skerið í litla bita. Geymið bitana í frysti eða ísskáp.
Uppskrift af vef eldhusperlur.com