Ferskt og bragðgott salat. Alltaf gaman að prufa að búa til eitthvað nýtt ekki satt?
Ferskt og gott og ég held að öllum líki þetta
Ferskt og bragðgott salat. Alltaf gaman að prufa að búa til eitthvað nýtt ekki satt?
Uppskrift fyrir fjóra.
Hráefni:
¼ meðal stór steinlaus vatnsmelóna
½ stór þroskuð cantaloupe
½ þroskuð honeydew melóna
1 msk af saxaðri myntu
1 tsk af krömdu lime kjöti
¼ bolli af hrásykri – má nota hunang eða annað sætuefni
Smá klípa af engifer, skorið í afar þunnar sneiðar
¼ bolli af lime safa- frá c.a 3. Litlum lime
Undirbúningur:
- Notaðu skeið sem gerir kúlur og gerðu kúlur úr melónunum og settu í skál. Settu myntu og lime kjöt saman við og geymdu í ísskáp.
- Taktu sykur, 1/3 bolla af vatni og engifer og settu í pott og láttu suðuna koma upp, hrærðu þar til sykur hefur bráðnað. Þetta ætti að vera í meðal heitum potti í um 6 mínútur. Taktu af hitanum, hrærðu lime safan saman við. Settu í ílát og geymdu í ísskáp þar til þetta er orðið kalt.
- Þegar þetta er tilbúið til að bera fram, skal setja melónukúlurnar í 4. Skálar, hella sýrópinu yfir og skreyta með myntu.
Tekið af vef health.com