Hér er flott uppskrift af Turmeric límonaði sem ansi gott er að eiga í ísskápnum til að grípa í yfir daginn.
Uppskrift fyrir 4 glös.
4 bollar af köldu vatni
2 msk af fersku Turmeric í dufti – rífa það niður sjálf/ur
4 msk af 100% hreinu maple sýrópi eða öðru sætuefni ef þú vilt bæta því við
1 sítróna og það má líka nota lime ef þú vilt það frekar
Safi úr einni blóðappelsínu – má sleppa eða nota safa úr appelsínu
Smá klípa af svörtum pipar (ávallt skal blanda curcumin með svörtum pipar) segir í uppskrift
Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið vel, hellið í glas og berið fram með sneið af ferskri sítrónu.
Ath: Turmeric fer ekki vel með ákveðnum lyfjum segir í uppskrift. Talið við lækninn ef þið eruð að taka lyf að staðaldri.