Möndlusmjör er svipað hnetusmjöri en það er alltaf gaman að gera eitthvað nýtt og breyta til.
2 bollar af ósöltuðum möndlum og setjið í matvinnsluvél eða blandarann, bætið við ½ tsk af salti. Blandið öllu saman þar til rétt áferð er komin á blönduna. Það má líka bæta við ólífuolíu.
Einnig er hægt að bragðbæta smjörið með ýmsu, sem dæmi, hunangi eða öðru sætuefni. Það má líka setja kanil saman við. En það er smekksatriði.
Njótið~
Sendið okkur myndir á Instagram #heilsutorg