Uppskrift gefur 12 múffur eða 24 litlar múffur.
1 bolli af nut butter (þekki ekki íslenska orðið yfir þetta smjör)
2 meðal stórir bananar, þeim mun þroskaðri þeim mun betra
2 stór egg
1 tsk af vanillu
2 msk af hrá hunangi eða öðru sætu efni
½ tsk af matarsóda
1 tsk af epla ediki
Til skreytingar: Nota má ósætar kókósflögur, rúsínur, hörfræ, dökka súkklaðidropa, kanil eða bara það sem þig langar að nota.
Forhitið ofninn í 200 gráður.
Setjið allt hráefnið í blandara eða matarvinnsluvél. Það má einnig nota handþeytara.
Látið allt blandast mjög vel saman.
Nú skal setja deig í múffu formin – ekki bréf formin heldur þetta sem tekur margar múffur í einu. Muna bara að smyrja hvert hólf að innan svo deig festist ekki við.
Bætið ofan á þeim toppi sem þið völduð að hafa og hrærið létt saman við hverja múffu.
Setjið í heitan ofninn og þetta á að bakast í c.a 15 mínútur fyrir stórar múffur en 10 mínútur fyrir litlar.
Í lokin, skellið grillinu á ofninn og látið vera á í um 4 mínútur.
Takið múffur úr ofni og njótið vel!