Skemmtileg breyting frá hafragrautnum.
Endilega prufið að búa til þessi dásamlegu og bragðgóðu stykki.
Uppskrift gefur 9 stykki.
2 flax egg – sjá neðar
2 ½ bolli af höfrum (steel cut oats)
1 bolli af möndluhveiti
¼ tsk af hörfræjum
2 msk af kókóssykri
½ tsk matarsódi
¼ af fínu möluðu sjávarsalti
2 tsk af kanil
1 tsk vanilludufti
¼ bolli af kókósolíu
½ bolli af maple sýrópi
¼ bolli af möndlusmjöri
1 bolli af fínt sneiddum rabbabara – um tveir stilkar
1 bolli af niður sneiddum jarðaberjum
Forhitið ofninn í 175 gráður.
Undirbúið kökuform, ferkantað og hyljið með bökunarpappír
Byrjið á að búa til flax eggin, setjið til hliðar – sjá neðar
Takið stóra skál og blandið saman þurrefnunum með skeið.
Takið lítinn pott og bræðið kókósolíuna, bætið sýrópi og möndlusmjöri saman við og blandið saman, látið hitna aðeins á mjög lágum hita til þess að sýrópið og möndlusmjörið séu volg og blandist saman.
Bætið núna flax eggjunum saman við blautu blönduna og hrærið vel saman.
Bætið núna blautu blöndunni saman við þurrefnin og hrærið saman með skeið þar til allt er vel blandað.
Setjið nú rabbabarann og jarðaberin í deigið og blandið varlega, við viljum engar klessur.
Setjið deigið í bökunarmótið, þrýstið því örlítið niður með skeið.
Bakið í 35 mínútur eða þar til kakan er gyllt að ofan. Þú veist að hún er tilbúin þegar kakan byrjar að flettast frá bökunarpappírnum á hliðunum.
Þessi þarf að kólna ALVEG áður en hún er skorin í bita. Munið 9 góðir bitar en þeir mega vera minni.
Bitar geymast við stofuhita í 3-4 daga.