Og ekki nóg með að það eru bláber í þessum drykk, heldur eru líka kirsuber og acai ber. Nammi namm.
Uppskrift er fyrir 2 drykki.
1 bolli af bláberjum – fersk eða frosin
½ bolli af kirsuberjum – frosnum
½ bolli af acai berjum – fersk eða frosin
½ bolli af acai berjasafa helst lífrænum
½ bolli af jógúrt – hreinu og sykurlausu
2-3 ísmolar- ef ber eru fersk þ.e annars má sleppa þeim
Þú setur allt hráefnið í blandarann þinn og dúndrar á mestan hraða þar til drykkur er orðinn mjúkur.
Hellið í glös og drekkið strax.