En fínt að mylja niður líka og geyma í glerkrukku.
Þetta er alveg sælgæti og æði með með jógúrt, AB-Örnu mjólk, gríski jógúrt eða ís.
Uppskrift:
Orkubitar eða nammi múslí.
1 Bolli Möndlur
1 Bolli Cashews hnetur
¼ Bolli Graskersfræ
¼ Bolli Sólblómafræ
¼ Bolli Hörfræ
¼ Trönuber
½ Bolli Kokosflögur
¼ Bolli Kokosolia
½ Bolli Hunang
1 tsk. Vanillu dropar
1 tsk. Gott salt
1 Bolli Rúsínur á toppinn eftir að hefur verið bakað ( má alveg sleppa)
Setjið möndlur , cashews hnetur og kokos í matvinnsluvél .
Bara hræra nokkra hringi.
Setjið í skál.
Blandið saman kokosoliu, hunangi og vanillu dropum og hitið smá í örbylgju.
Blandist út í skálina.
Síðan allt hitt sett út í ( nema rúsínur settar eftir bökun)
Hrært vel saman og sett á ofnskúffu með bökunarpappír undir.
Flatt vel út og bakað í 20-25 min.
Tekið út úr ofninum og látið kólna í um 20 min.
Eftir það er þetta skorið/brotið í stykki eða mulið sem "nammi múslí"
Verði ykkur að góðu.