Þó þetta lasagna bragðist eins og venjulega að þá er það mun hollara en venjuleg uppskrift því það er ekki eins þungt í maga og það má fá sér eftirrétt eftir disk af quinoa lasagna.
Uppskrift er fyrir 8 skammta.
2 bollar af vatni
1 bolli af quinoa
2 msk af olífuolíu
1 bolli af söxuðum lauk
1 bolli af sveppum í sneiðum
2 hvítlauksgeirar – kremja þá
2 bollar af tómatsósu úr krukku eða dós – má einnig vera heimatilbúin
2 bollar af kotasælu
2 stórt egg – handþeyta það
¼ bolli af rifnum parmesan osti
2 msk af söxuðum ferskum basil eða ½ tsk af þurrkuðum
1 msk af þurrkuðu oregano
2 bollar af kúrbít skorin á lengdina
2 bollar af ferskum spínat – fjarlæga erfiða stilka
1 ½ colli af mozzarella osti
Takið nú fram lasagna formið ykkar. Verður að vera eldfast mót.
Berið í það olíu eða létt af smjöri eða cooking spray.
Blandið saman vatni og quinoa í meðal stóran pott.
Látið suðuna koma upp. Lækkið á hita og leyfið að malla undir loki í 15 mínútur. Má hræra af og til í þessu með gaffli.
Nú skaltu taka quinoa og hella því í mótið og hafa það jafnþykkt yfir allt.
Forhitið ofninn í 220 gráður.
Þurrkið pottinn. Hellið olíunni í hann og látið hana hitna yfir meðal hita.
Bætið nú lauk í pottinn og hrærið stöðugt þar til laukur er glær og byrjaður að brúnast. Þetta tekur um 5 mínútur.
Bætið nú sveppum saman við og látið malla þar til sveppir eru mjúkir og hafa dregið í sig raka. Þetta tekur 4 mínútur c.a
Bætið nú við hvítlauk og sósunni og hrærið þar til er orðið heitt. Takið af hitanum.
Blandið kotasælu og eggjum í meðal stóra skál. Hrærið þessu vel saman. Hrærið svo saman við parmesan, basil og oregano.
Hellið 1/3 af sósunni yfir quinoa. Jafnið hana út.
Gerið nú lag með kúrbítnum, svo allri kotasælublöndunni og ½ af því sem eftir er af sósunni. Síðan skellið öllu spínatinu ofan á.
Endið á restinni af sósunni og dreifið mozzarella yfir allt saman.
Bakið lasagna þar til það er heitt í gegn og ostur er bráðinn og létt brúnn við endana.
Þetta tekur um 35-40 mínútur.
Látið standa í korter áður en borið er fram.