(ATH ÞÚ ÞARFT AÐ EIGA FROSNA BANANA TIL AÐ GERA ÍSINN).
Það tekur aðeins 5 mínútur að búa hann til, hann bragðast eins og eftirréttur, það er enginn viðbættur sykur í honum og að auki er ísinn ríkur af trefjum og próteini.
Uppskrift er fyrir 4.
3 stórir bananar – fjarlægja hýði og skera þá niður og frysta
½ bolli af mjólk – þinni uppáhalds
1/3 bolli af höfrum
¼ bolli af rúsínum – má sleppa eða nota ber í staðinn (jafnvel hnetur)
1 tsk af kanil
1 stór skeið af vanillu prótein dufti
Byrja á því að blanda öllu hráefni saman í matarvinnsluvél og láta hrærast þar til mjúkt.
Má bæta við meira af rúsínum/berjum/hnetum ef þig langar.
Ísinn má borða strax eða setja í gott box og frysta.