Uppskriftin er úr bókinni KRÆSINGAR sem hægt er að
KAUPA HÉR
Þetta er nýstárleg blanda af fljótgrilluðum skelfiski og krydduðum linsum sem hægt er að undirbúa fyrirfram. Hér ræður ríkjum hugmyndin á bak við indverska réttinn masoor dhal þar sem kóralrauðu linsurnar verða fallega sinnepsgular þegar þær hafa verið eldaðar. Nota má grænar, brúnar eða puylinsur í þennan rétt þótt eldunartíminn sé mismunandi.
eggja- glúten- og hnetulaust
12 stórir hörpudiskar
12 risarækjur
3 msk sæt chilisósa (má sleppa)
3 msk límónusafi (má sleppa)
15 g smjör
1 laukur, saxaður smátt
2 hvítlauksgeirar
1 msk fínsaxaður ferskur engifer
1 tsk malað kummin
1 tsk malaður kóríander
½ tsk chiliduft, eða cayenne- eða paprikuduft
200 g rauðar linsur
1 l vatn
1 msk límónu- eða sítrónusafi
2 msk rjómi
salt og pipar
jurtaolía, hnetu- og bragðlaus fyrir grillun á hörpuskel
1 msk fínsaxað rautt chili
2 msk fersk kóríanderblöð
undirbúningstími 10 mínútur
eldunartími 30 mínútur
fyrir 4
1 Þurrkið létt yfir hörpuskelfiskinn með eldhúspappír. Ef vill má leggja rækjurnar í kryddlög úr chilisósu og límónusafa. Notið glerskál eða eldfast fat.
2 Bræðið smjörið í potti og steikið lauk, hvítlauk og engifer í 2 mínútur eða þar til það verður mjúkt, hrærið í á meðan. Kryddið með kummin, kóríander og chilidufti, eða cayenne- eða paprikudufti og steikið áfram í um 1 mínútu.
3 Bætið linsunum og vatninu út í pottinn og hitið að suðu. Lækkið síðan hitann og látið malla við vægan hita í um 25 mínútur eða þar til linsurnar eru soðnar en ekki þó maukaðar, hærið í af og til. Takið af hitanum og hrærið límónusafanum og rjómanum saman við, kryddið með salti og pipar og smakkið til. Setjið á fat og haldið heitu.
4 Hitið grillið á ofninum á meðalhita.
5 Sneiðið hörpudiskinn í 2–3 sneiðar eftir stærð, penslið með olíunni.
6 Grillið rækjurnar í um það bil 1–2 mínútur á hvorri hlið, þar til bleikar á litinn. Grillið hörpudiskinn aðeins í hálfa mínútu á hvorri hlið svo hann ofeldist ekki.
7 Stráið rauða chiliinu og kóríanderblöðunum yfir linsuréttinn og berið strax fram.
mjólkurlaust einnig eggja-, glúten og hnetulaust
TILLAGA Hafið í huga ef þið notið kola- eða gasgrill að setja rækjurnar beint á grillið um 10 cm frá kolunum og grilla þær í um 2 mínútur á hvorri hlið. Helmingið hörpudiskinn þversum, penslið með olíu og grillið um 7–8 cm frá kolunum í hálfa til eina mínútu á hvorri hlið.
ATHUGIÐ að sumar linsubaunir eru unnar og pakkaðar í verksmiðjum sem einnig meðhöndla hráefni sem inniheldur glúten. Gætið að skelfiskinum og chili þar sem sumir hafa ofnæmi fyrir þessum fæðutegundum. Sleppið séuð þið í vafa.