kjúklingabringur með trönuberjum og baunamauki
2 msk smjör
1 1/2 tsk þurrkað timjan
1 tsk þurrkað rósmarín
1/2 tsk salt
1/2 tsk nýmalaður pipar
4 kjúklingabringur
1 laukur, sneiddur
1 tsk þurrkuð salvía
500 ml kjúklingasoð
200 g frosin trönuber
50 g sykur
1 tsk kartöflumjöl
1 msk vatn
CANNELLINI BAUNAMAUK:
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk þurrkuð salvía
2 dósir Cannellini baunir
200 ml vatn
sjávarsalt og nýmalaður pipar
Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman matskeið af smjöri ásamt timjan, rósmarín salti og pipar. Þerrið kjúklingabringurnar og leggið í eldfast mót. Smyrjið smjörblöndunni ofan á þær og bakið í 25-30 mínútur. Bræðið afganginn af smjörinu á meðalheitri pönnu og brúnið laukinn (5-7 mínútur). Stráið salvíunni yfir laukinn og steikið áfram í mínútu, hellið þá kjúklingasoðinu saman við og sjóðið niður um þriðjung (10-15mínútur). Sigtið laukinn frá og hellið soðinu aftur á pönnuna. Bætið trönuberjunum og sykrinum út á pönnuna og látið malla í 3-4 mínútur. Hrærið kartöflumjöl og vatni saman, hellið saman við soðið og hitið upp að suðu. Lækkið þá hitann aftur og látið malla í 1-2 mínútur. Berið sósuna fram með kjúklingnum og baunamaukinu. BAUNAMAUK: Steikið hvítlaukinn og salvíuna upp úr olíunni í potti við meðalhita. Skolið baunirnar og sigtið og hellið út í pottinn ásamt vatninu. Látið malla í 10 mínútur. Hellið öllu saman í matvinnsluvél og kryddið með salti og pipar. Gott er að setja örlítið af góðri ólífuolíu saman við tilbúið maukið.