7 gr prótein, 62 gr kolvetni, 7 gr fita
Algjör ofurfæðu drykkur með bláberjum, hampmjólk, acaí og maca dufti. Þeir gerast ekki mikið meira ofur en þetta auk þess sem hann bragðast dásamlega.
Hráefni:
1 dl jarðarber
2 dl bláber
1 pera, þroskuð
2 - 2 1/2 dl hampmjólk frá Súpersport
0,5 - 1 msk acaí berja duft (má sleppa)
1 tsk maca duft (má sleppa)
Vatn ef þarf
Allt sett í blandarann og blandað vel saman.