Innihald: / 450 g speltpasta / 100 g sólþurrkaðir tómatar / 1 rautt chili / 2 msk ferskur sítrónusafi / 50 g furuhnetur / 50 g mosarellaostur / rifinn parmesanostur / sjávarsalt / nýmalaður pipar.
Sósa: / 100 g klettasalat / 25 g fersk basilíka / 3 stk hvítlauksrif / 1 dl ólífuolía.
Þennan rétt held ég að ég hafi gert langoftast í mínu eldhúsi og hann er ekki glútenlaus. Krakkanir mínir elska hann og alltaf þegar ég hef hann í boðum þá er ég beðin um uppskriftina. Hann er auðvitað frá Sollu og er í Hagkaupsbókinni Grænn Kostur undir nafninu Speltpasta með klettasalatpestó. Mér finnst við hæfi að kalla hann bara Besta Pasta þar sem þetta er besti pastaréttur í heimi að mínu mati og okkar allra í fjölskyldunni. Hann klikkar einfaldlega aldrei þessi réttur. Við erum reyndar farin að kalla hann Pastað á Gló því þar fæst mjög líkur pastaréttur sem við tökum oft heim þegar við nennum ekki að elda.
Mynd: www.ljómandi.is - Valdís Sigurgeirsdóttir