Fara í efni

BRÁÐHOLLT ­GRÆNMETISPASTA

BRÁÐHOLLT ­GRÆNMETISPASTA
BRÁÐHOLLT ­GRÆNMETISPASTA

Tilvalið í kvöldmatinn. 

Stútfullt af grænmeti og öðrum dásemdum.

Hráefni:

300 g heilhveitipasta
300 g grasker, afhýtt og skorið í bita
2 msk ólífuolía
2 msk furuhnetur
1 stk hvítlauksrif, pressað
2 stk portobello sveppir, skornir í bita
250 g ferskt spínat
salt og nýmalaður pipar
20 g parmesanostur
¼ tsk chiliflögur

Leiðbeiningar:

Sjóðið pastað samkvæmt pakkningu. Þegar um 5 mínútur eru eftir af suðutímanum bætið þá graskerinu út í vatnið.
Hitið 1 msk af olíu á pönnu og steikið furuhneturnar.
Bætið hvítlauknum út á pönnuna og steikið þar til hann verður mjúkur.
Bætið sveppunum og afganginum af olíunni út í og steikið í 2–3 mínútur.
Bætið þá spínatinu saman við og steikið áfram í 1–2 mínútur.
Sigtið vatnið frá pastanu og graskerinu og blandið saman við grænmetið.
Kryddið með salti og pipar og stráið parmesanostinum og chili­flögunum yfir.
 


NÆRINGARGILDI LDS
Kcal:600 / 30%
Prótein:33,1 g / 66%
Fita:41 g / 64%
Kolvetni:33 g / 11%
Trefjar:4 g / 16%
Járn:13 mg / 72%
A-vítamín:3155 IU / 63%

Leiðbeinandi dagsskammtur (LDS) er miðaður við 2.000 kcal (hitaeininga) orkuþörf.