Hann er ekki bara hollur og fljótlegur heldur einnig réttur sem allir í fjölskyldunni kunna að meta!
Það kemur flestum á óvart að það sé hægt að finna gott “osta” bragð án þess að það innihaldi mjólkurafurðir eða sykur. Sósan og rétturinn er vegan og léttara í maga en hefðbundin ostapasta.
Ég nota næringarger og vegan parmesan ost í sósuna sem gefur gott “osta” bragð.
Næringarger er óvirkt ger sem er ekkert líkt hefðbundu bakstursgeri. Það er gríðarlega ríkt af B-vítamínum og B-12 sérstaklega. En B-vítamín getað aukið orkuna yfir daginn, engin hætta er þó á því að þú borðir næringarger að kvöldi til og verðir vakandi frameftir. Er hægt að nota það yfir popp, salöt eða allt sem þú vilt fá gott ostabragð á á næringarríkan hátt.
Ég notaði glúteinlaust fettuccine pasta sem ég keypti í Nettó. Síðan nota ég kúrbít sem ég sker í þunna langa strimla sem kemur sérlega vel út á disknum.
Byrjið er á því að hræra hráefni í sósuna saman í blandara og sjóða pastað. Svo er grænmeti léttsteikt á pönnu og sósunni hellt yfiir ásamt pastanu. Einfaldara verður það ekki.
Fettuccine Pasta (ég notaði glúteinlaust soybauna fettuccine pasta frá a la eco)
1 bolli kókosmjólk (ég nota frá coop í nettó)
1/2 bolli rifin vegan parmesan eða parmesan
1 msk næringarger
1 hvítlauksrif (ég notaði einnperlulauk)
chili á hnífsodda
1 tsk dijion
klípa af salt
nokkrir dropar stevia eða kókospálmanektar
1 msk olífuolía
2 hvítlauksrif (ég notaði tvo perlulauka)
1/2 blómkál
1/2 kúrbútur
handfylli fersk rósmarín
spínati
valhnetum/furuhnetum
ferskri steinselju
sítrónusneiðum
rifin vegan parmesan eða parmesan
1. Setjið öll hráefni sósunar í blandarann og vinnið þar til silkimjúkt.
2. Sjóðið vatn í potti og leyfið suðu að koma upp. Bætið pasta útí vatnið, lækkið undir og sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á pakka c.a 6-8 mín.
3. Hitið pönnu. Steikjið hvítlauk, blómkál, kúrbít og kryddjurtir á pönnu og hrærið í nokkrar 5-7 mínútur.
4. Hellið sósunni yfir pönnuna ásamt pastanu og hrærið örlítið. Leyfið að malla í nokkrar mínútur.
5. Berið fram með því sem þið kjósið og njótið!
Hollráð:
Ef þú vilt hafa blómkálið enn stökkara má setja það í ofnin við 180 gráður með örlítið af olíu og salt og pipar í 25 mín. Þá er gott að snúa við blómkálinu eftir c.a 15 mín af eldunartímanum.
Til að flýta fyrir má gera vegan “osta" sósuna yfir helgi eða kvöldið áður og geyma í kæli. Einnig má frysta sósuna sem ég tel þó ólkílegt að gerist þar sem sósan er svo bragðgóð að hún klárst yfirleitt strax.
Ég vona að þú prófir, því rétturinn er svo einfaldur og bragðgóður! Svipað uppskriftunum sem eru í “Frískari og orkumeiri á 30 dögum” námskeiðinu hjá mér. Til að læra meira um námskeiðið getur þú farið hér.
Skráðu þig í ókeypis kennslusímtalið 3 skrefa formúlu mína til að losna við sykurlöngun... án þess að hætta að borða nammi! og lærðu..
Láttu vita í spjallið að neðan ef þú prófar og hvernig smakkast! Endilega deilið á samfélagsmiðlum:)
Heilsa og hamingja,