Fara í efni

Pasta með skinku og grænmeti - klikkar ekki!

Pasta með skinku og grænmeti - klikkar ekki!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Pasta með skinku og grænmeti 

Pasta er fljótlegur, þægilegur og góður réttur og mjög auðveltað að velja allt sem er 
gott í ísskápnum og skella í gott pasta.  Þetta er rétturinn sem ég skellti í núna síðast 
þegar ég var með pasta en innihaldið stjórnaðist eingöngu af því hvað ég átti til. Það 
er það sem mér finnst svo dásamlegt við pasta að það er einfalt að gera góðan pasta 
rétt og nýta það sem til er. 

  • Tagliatelli pasta er vinsælast hjá mér 
  • Blaðlaukur eftir smekk 
  • Rauð paprika 
  • Græn paprika 
  • 2 hvítlauks geirar 
  • Skinka skorin í bita 
  • Sólþurrkaðir tómatar, skornir í bita
  • Smjör/ólífu olía til að steikja upp úr 
  • 2-3 tsk rautt pestó 
  • Salt 
  • Pipar 
  • Jurta kryddblanda

Ég byrja á að setja vatn í pott fyrir pastað og ná upp suðu, þá passar þetta allt svo vel 
saman tímanlega séð. Pastað fer útí vatnið þegar suðan er komin upp og klukkan stillt 
á tímann sem mælt er með á pakkanum.  

Hita smjör og olíu á pönnu og steiki blaðlaukinn þar til hann er orðinn mjúkur og lyktin hreint 
dásamleg. Bæti þá paprikum, hvítlauk og skinku út á pönnuna og steiki í nokkrar mínútur. Krydda 
með salti, svörtum pipar og jurta kryddblöndu og velti þessu um í smá tíma. 
Þar næst set ég pestó út á og þá er liklegt að pastað sér klárt í pottinum. Ég skola alltaf pastað 
upp úr köldu vatni til að taka sem mesta sterkju og helli því svo á pönnuna og blanda öllu saman. 

Ef áhugi er á aðeins meira kolvetni í máltíðina, þá er hvítlauksbrauð tilvalið með pasta. Mér finnst 
alltaf betra að gera það sjálf heldur en að kaupa það frosið. Einfalt, ódýrt og betra því í raun er hægt 
að nota hvaða brauð sem er, ég átti afgang af baquett brauði og notaði það. Helti ólífuolíu á brauðið og 
saltaði með sjávarsalti og hitaði það í ofni í nokkrar mínútur. Þegar það kom út úr ofninum, nuddaði ég það 
með hvítlauk sem ég skar endillangan. 

Tilvalinn réttur hvenær sem er og tekur stutta stund  - Njótið 

Bergþóra Steinunn 
Auglýsingastjóri á heilsutorg.is og áhugakokkur