Allt sett í blandarann þar til að þetta er eins og þér finnst best að drekka þinn Smoothie.
Hörpudiskurinn.
Skera grænmetið smátt. Steikja á pönnu og leggja til hliðar. Þá er að bræða smjörið og bæta hvítlauknum við ( merja hann vel). Steikja fiskinn og blanda svo öllu saman.
Blómkálsgrjónin
Blómkálið rifið og sett í sjóðandi vatn með grófu salti og turmenik. Soðið í 3 min. Láta leka mjög vel vatnið af grjónunum.
Góða stund í blandara og þú ert sett fyrir daginn.
Setjið allt hráefnið í blandarann á mikinn hraða og látið blandast vel saman.
Skar niður helling af allskoanr salati. Síðan tvær tegundir af laukum.
Og aðal sælgætis Kínoað sem ég sauð í gær. Vel af Pottagalda pipar yfir. Þetta verður nú sennilega ekki mikið hollara. Og mikið sem þetta er líka gott fyrir sálina. Að geta ræktað svona nammi og notið þess að eiga.
Allt sett í blandara og blandað vel.
Aðferð:
Steikja lauk, rauðrófur, hvítlauk, sellerí, karrý, engifer og cumin í potti. Láta þetta malla við vægan hita í 10 mínútur. Síðast er svo ferskum kóríander hrært saman við mangóchutney, tómatpúrra, chillimauk og síðast bygginu.
Þetta er svo kælt og þegar blandan er orðin köld eru bollur mótaðar í höndunum og bakaðar í ofni á smjörpappír í ca. 20-25 mínútur á 180°C.
Gott er að gefa með þessu karrýsteikt blómkál, hvítlauksbakaðar kartöflur og sveppasósu eins og sést á myndinni.
Leiðbeiningar:
Djúsaðu gúrkuna, selleríið, grænkálið, romaine og jalapenó. Settu svo djúsinn í blandara og bættu við lime safanum og sætuefni að eigin vali. Láttu blandast vel saman. Einnig má bæta kóríander fræjum í þennan drykk.
Aðferð:
Léttristið rauðlaukinn,hvítlaukinn, sítrónugrasið, engiferið,chili, karrý-ið og cummin-ið í sesamolíunni, bætið kjúklingnum, gulrótunum og sveppunumútí og hrærið aðeins í þessu þannig að kryddið hylji vel kjúklinginn og grænmetið og steikið í ca 2 mín, þá fer kókosmjólkin, vatnið og kjúklingakrafturinn útí pottinn og suðan látin koma upp, lækkið þá hitan og leyfið súpunni að sjóða mjög rólega í ca. 10 mín,undir loki eða þar til að kjúklingurinn er eldaður í gegn, kreystið þá safan úr einni og hálfri lime útí (geymið hinn helminginn til að smakka til með) ef á að þykkja aðeins þá er ein matskeið af maizenamjöli útí örlitlu af köldu vatni og hellt útí súpuna og látið þá suðuna koma upp (maizena virkar við suðu) takið súpuna af hitanum og bætið strengjabaununum, vorlauknum og kóríander útí hrærið aðeins í og smakkið til með salti, pipar og limesafa. (ef maður á fiskisósu er mjög gott að smakka súpuna til með henni í stað salt) ekki hika við að setja smá chlisósu útí fyrir chili-unnendur.
Borið fram með naanbrauði og kryddhnetu-Dukka.
Brúnn
1/2 dl tröllahafrar
2 dl vatn
1 lúka gott spínat
1/2 - 1 banani (eftir stærð og smekk)
2-3 döðlur
1 msk + 1 tsk kakóduft
1/2 tsk vanilla
örlítið sjávarsalt
Bleikur
1 dl hindber (ef frosin leyfið aðeins að þiðna)
1/4 epli (rifið eða skorið í mjög litla bita)
1 tsk engiferskot (eða rifinn engifer)
Aðferð
Skerið kjúklinginn í ca 1,5 x 1,5 cm bita. Hitið upp smá olíu á pönnu og steikið kjúklinginn ásamt grænmetinu í nokkrar mínútur. Setjið Blue Dragon Teriyaki sósuna út í og látið malla á lágum hita í ca. 20 mínútur. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið hvítlaukinn niður í smáa bita og kúrbítinn í þunnarenninga. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn og kúrbítinn í nokkrar mínútur á háum hita. Bætið núðlunum saman við og kryddið með örlitlu salti. Setjið síðan á disk ásamt kjúklingnum og berið fram.
Aðferð:
Þurrefnunum blandað saman í skál. Eggin eru pískuð í annarri stærri skál (t.d. í hrærivél). Mjólkinni og olíunni bætt við eggin og blandað vel saman. Hægt og rólega er möndlumjölsblöndunni blandað saman við eggjablönduna – matskeið fyrir matskeið. Áferð deigsins ætti að vera svipað og venjulegt pönnukökudeig nema aðeins grófara. Ef deigið er of þykkt bættu þá við 1 msk af möndlumjólk. Smá kókosolía sett á pönnu og haft á meðalhita. Það er ágætt að hafa pönnsurnar í minni kantinum til að ráða betur við þær. Möndlumjölið getur haft þau áhrif að þær haldist ekki nógu vel saman – ef þær eru litlar þá verður þetta ekkert mál. Steikt í u.þ.b. 3 mínútur á hlið eða þar til loftbólur myndast. Gott líka að hreyfa þær aðeins til á pönnunni með spaða og fylgjast með hvernig liturinn er undir. Passa líka hitann – þær eru fljótar að brenna. Það er einnig hægt að nota þetta deig og gera þetta í vöfflujárni. Æðislegar með stöppuðu avokadó, hnetusmjöri eða jafnvel túnfisksalati. Sjá hér uppskrift að túnfisksalati. Geymast í loftþéttu íláti í kæli. Fínt að nota þessar í nestið.