Fara í efni

Vikumatseðill - Byggbollur með chilli og rauðrófum

Ný og spennandi vika framundan og ég vona að allir hafi fengið smá sól í kroppinn síðustu daga. Það er spennandi vikuseðill sem tekur við, og ég minni á að það er auðvelt að haka á uppskrifir og prenta út. Sítrónudrykkurinn er alltaf á sínum stað og má alls ekki gleymast.
Vikumatseðill - Byggbollur með chilli og rauðrófum

Ný og spennandi vika framundan og ég vona að allir hafi fengið smá sól í kroppinn síðustu daga. 

Það er girnilegur vikuseðill sem tekur við, og ég minni á að það er auðvelt að haka á uppskrifir og prenta út. 

Sítrónudrykkurinn er alltaf á sínum stað og má alls ekki gleymast.  

Morgunverður

Drekktu þennan fyrir aukna brennslu

  • ½ bolli grænt te
  • 1 bolli ananas (frosinn)
  • 2 lúkur spínat
  • 1/2 appelsína (börkur tekinn af)
  • ½ bolli möndlumjólk ósæt
  • 1 msk kókosolía eða 1/2 avocadó (lítið)

Allt sett í blandarann þar til að þetta er eins og þér finnst best að drekka þinn Smoothie.

Kvöldverður

Hörpudiskur með turmenik blómkálsgrjónum

Hörpudiskurinn.

  • Gul paprika
  • Vorlaukur
  • Ferskt Mango
  • Hvítlaukur
  • 1 tsk. smjör
  • 1msk. matreiðslurjómi
  • Salt og pipar

Skera grænmetið smátt.  Steikja á pönnu og leggja til hliðar.  Þá er að bræða smjörið og bæta hvítlauknum við ( merja hann vel).  Steikja fiskinn og blanda svo öllu saman.

Blómkálsgrjónin 

Blómkálið rifið og sett í sjóðandi vatn með grófu salti og turmenik.  Soðið í 3 min.  Láta leka mjög vel vatnið af grjónunum.

Morgunverður

Sumarlegur boost drykkur

  • 200 gr hreint skyr
  • 150 gr Ávextir
  • Mangó í bitum, ferskt eða frosið
  • Appelsína 
  • Epli 
  • Döðlur (4 stk)
  • Gojiberjasafi t.d. MySmoothie 100 ml

Góða stund í blandara og þú ert sett fyrir daginn.

Kvöldverður

Bráðhollt ­Grænmetispasta

  • 300 g heilhveitipasta
  • 300 g grasker, afhýtt og skorið í bita
  • 2 msk ólífuolía
  • 2 msk furuhnetur
  • 1 stk hvítlauksrif, pressað
  • 2 stk portobello sveppir, skornir í bita
  • 250 g ferskt spínat
  • salt og nýmalaður pipar
  • 20 g parmesanostur
  • ¼ tsk chiliflögur
Sjóðið pastað samkvæmt pakkningu. Þegar um 5 mínútur eru eftir af suðutím- anum bætið þá graskerinu út í vatnið. Hitið 1 msk af olíu á pönnu og steikið furuhneturnar. Bætið hvítlauknum út á pönnuna og steikið þar til hann verður mjúkur. Bætið sveppunum og afganginum af olíunni út í og steikið í 2–3 mínútur. Bætið þá spínatinu saman við og steikið áfram í 1–2 mínútur. Sigtið vatnið frá pastanu og graskerinu og blandið saman við grænmetið. Kryddið með salti og pipar og stráið parmesanostinum og chili­flögunum yfir.
 

Morgunverður

Tropical grænn smoothie

  • 1 bolli af hreinum jógúrt
  • 1 bolli af frosnum eða ferskum ananas – mælt er með að nota ferskann
  • ½ bolli af frosnum eða ferskum mangó bitum – mælt er með að nota ferska
  • 2-3 handfyllir af ferskum spínat
  • 1 msk af Chia fræjum (má sleppa)

Setjið allt hráefnið í blandarann á mikinn hraða og látið blandast vel saman.

Kvöldverður

Dúndur hollt kínóa salat

  • salat
  • spínat
  • lauka
  • jarðaber

Skar niður helling af allskoanr salati.  Síðan tvær tegundir af laukum.

  • paprika
  • Plómutómatur
  • Gúrka 
  • Avacado
  • Feta ost

Og aðal sælgætis Kínoað sem ég sauð í gær.  Vel af Pottagalda pipar yfir.  Þetta verður nú sennilega ekki mikið hollara. Og mikið sem þetta er líka gott fyrir sálina.   Að geta ræktað svona nammi og notið þess að eiga.

 

Morgunverður

C - vítamín þruma

  • 2  paprikur (rauðar, gular eða appelsínugular)
  • 1 handfylli kirsubjerjatómatar
  • ½ gúrka
  • Safi úr ½  sítrónu
  • 0,3 lítrar kalt vatn

Allt sett í blandara og blandað vel.

Kvöldverður

Byggbollur með chilli og rauðrófum

  • 400 gr. soðið bygg
  • 300 gr. fínt rifin rauðrófa
  • 1-2 msk. chilli sambalmauk
  • 1 rauðlaukur, smátt saxaður
  • 3 hvítlauksrif 
  • 2 msk. tómatpúrra
  • 2 sellerístilkar, smátt skornir
  • 2 msk. mangó chutney 
  • 1 tsk. karrý
  • Þumall af engiferrót, fínt saxað
  • ½ tsk. cumin
  • Hnefafylli saxaður kóríander
  • 1 tsk.salt/pipar

Aðferð:

Steikja lauk, rauðrófur, hvítlauk, sellerí, karrý, engifer og cumin í potti. Láta þetta malla við vægan hita í 10 mínútur. Síðast er svo ferskum kóríander hrært saman við mangóchutney, tómatpúrra, chillimauk og síðast bygginu.
Þetta er svo kælt og þegar blandan er orðin köld eru bollur mótaðar í höndunum og bakaðar í ofni á smjörpappír í ca. 20-25 mínútur á 180°C.

Gott er að gefa með þessu karrýsteikt blómkál, hvítlauksbakaðar kartöflur og sveppasósu eins og sést á myndinni.

Morgunverður

Gúrku og grænkáls djús með Jalapeno

  • 2 gúrkur
  • 4 sellerí stilkar
  • 3 blöð af grænkáli
  • 2 blöð af Romaine káli
  • 1 jalapenó pipar með eða án fræja – fer eftir smekk
  • ½ lime -  kreist í glas
  • ¼ tsk af sætuefni – má sleppa ( í þessari uppskrift er eitthvað sem heitir camu berry powder)

Leiðbeiningar:

Djúsaðu gúrkuna, selleríið, grænkálið, romaine og jalapenó.  Settu svo djúsinn í blandara og bættu við lime safanum og sætuefni að eigin vali.  Láttu blandast vel saman.  Einnig má bæta kóríander fræjum í þennan drykk.

Kvöldverður

Tælensk kjúklingasúpa með sætum kartöflum, kókos og lime

  • 400 g kjúklingalæri (bein og skinnlaus) skorin í ca.4x4 cm bita,, (einnig hægt að nota bringur)
  • 1 l vatn
  • 1 msk kjúklingakraftur (annars magn eftir smekk)
  • 1 dós kókosmjólk (400ml)
  • 2 msk sesamolía
  • ½ rauðlaukur/laukur (skorin í þunna strimla)
  • 2 stk. Hvítlauksgeirar (fínt hakkaðir)
  • 2 stk sítrónugrasstönglar (marðir í endan)
  • Smá biti engifer (fínt hakkaður) eða 1 tsk engiferduft
  • ½ msk karrýduft (enn best er að nota rautt karrý-paste úr krukku)
  • ½ tsk cumminduft
  • 1 stk rauður chili (steinhreinsaður og fínt saxaður)
  • 1 stk meðalstór gulrót (skræld og skorin í þunna strimla)
  • 70 g shiitake sveppir skornir í þunnar sneiðar (hægt að nota venjulega sveppi)
  • 100 g sætar kartöflur (skrældar og skornar í ca.4x4 cm. Bita)
  • 70 g strengjabaunir (settar í sjóðandi vatn með smá salti og soðið í 1 mínútu og sigtaðar beint í ískalt vatn, þerraðar og skornar í litla bita)
  • 2 stk vorlaukur (skorinn í þunnar sneiðar)
  • ½ búnt kóríander, ferskt (gróft saxað)
  • 2 stk lime

Aðferð:

Léttristið rauðlaukinn,hvítlaukinn, sítrónugrasið, engiferið,chili, karrý-ið og cummin-ið í sesamolíunni, bætið kjúklingnum, gulrótunum og sveppunumútí og hrærið aðeins í þessu þannig að kryddið hylji vel kjúklinginn og grænmetið og steikið í ca 2 mín, þá fer kókosmjólkin, vatnið og kjúklingakrafturinn útí pottinn og suðan látin koma upp, lækkið þá hitan og leyfið súpunni að sjóða mjög rólega í ca. 10 mín,undir loki eða þar til að kjúklingurinn er eldaður í gegn, kreystið þá safan úr einni og hálfri lime útí (geymið hinn helminginn til að smakka til með) ef á að þykkja aðeins þá er ein matskeið af maizenamjöli útí örlitlu af köldu vatni og hellt útí súpuna og látið þá suðuna koma upp (maizena virkar við suðu) takið súpuna af hitanum og bætið strengjabaununum, vorlauknum og kóríander útí hrærið aðeins í og smakkið til með salti, pipar og limesafa.  (ef maður á fiskisósu er mjög gott að smakka súpuna til með henni í stað salt) ekki hika við að setja smá chlisósu útí fyrir chili-unnendur.

Borið fram með naanbrauði og kryddhnetu-Dukka.

Morgunverður

Hafrasjeik með hindberjum

Brúnn 
1/2 dl tröllahafrar 
2 dl vatn 
1 lúka gott spínat 
1/2 - 1 banani (eftir stærð og smekk) 
2-3 döðlur 
1 msk + 1 tsk kakóduft 
1/2 tsk vanilla 
örlítið sjávarsalt 

Bleikur 
1 dl hindber (ef frosin leyfið aðeins að þiðna)
1/4 epli (rifið eða skorið í mjög litla bita) 
1 tsk engiferskot (eða rifinn engifer)

Aðferð

  1. Byrjið á að setja hráefnið í brúna sjeikinn i blandarann og blandið vel saman. 
  2. Hrærið hindberjum, rifnu epli og engifersafa saman, gott að stappa aðeins með gaffli.
  3. Setjið bleika maukið í botninn á glasi eða krukku.
  4. Hellið brúna sjeiknum yfir. Ef þið látið standa í smá stund þykknar sjeikinn aðeins.
  5. Njótið með skeið, eða skellið loki á krukkuna og njótið síðar.

Kvöldverður

Teriyaki kjúklingur með hvítlauksnúðlum

  • 600 gr. kjúklingur (beinlaus)
  • 400 gr. grænmeti smátt skorið (ferskt eða frosið)
  • 1 stk. Blue Dragon Teriyaki sósa (330 ml)
  • 4 skammtar Blue Dragon eggjanúðlur (200 gr.)
  • 2 stk. hvítlauksgeirar
  • 1 stk. kúrbítur

Aðferð
Skerið kjúklinginn í ca 1,5 x 1,5 cm bita. Hitið upp smá olíu á pönnu og steikið kjúklinginn ásamt grænmetinu í nokkrar mínútur. Setjið Blue Dragon Teriyaki sósuna út í og látið malla á lágum hita í ca. 20 mínútur. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið hvítlaukinn niður í smáa bita og kúrbítinn í þunnarenninga. Hitið olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn og kúrbítinn í nokkrar mínútur á háum hita. Bætið núðlunum saman við og kryddið með örlitlu salti. Setjið síðan á disk ásamt kjúklingnum og berið fram.

Morgunverður

Sykur og glútenlausar hollustupönnukökur

  • 3 bollar möndlumjöl
  • 1 msk möluð hörfræ
  • ½ tsk sjávarsalt
  • ½ tsk matarsódi
  • 3 stór egg
  • ¾ bolli möndlumjólk eða kókosmjólk
  • 2 msk kókosolía (bráðin)
  • Kókosolía til steikingar


 Aðferð:

Þurrefnunum blandað saman í skál.  Eggin eru pískuð í annarri stærri skál (t.d. í hrærivél).  Mjólkinni og olíunni bætt við eggin og blandað vel saman.  Hægt og rólega er möndlumjölsblöndunni blandað saman við eggjablönduna – matskeið fyrir matskeið.  Áferð deigsins ætti að vera svipað og venjulegt pönnukökudeig nema aðeins grófara.  Ef deigið er of þykkt bættu þá við 1 msk af möndlumjólk.  Smá kókosolía sett á pönnu og haft á meðalhita.  Það er ágætt að hafa pönnsurnar í minni kantinum til að ráða betur við þær.  Möndlumjölið getur haft þau áhrif að þær haldist ekki nógu vel saman – ef þær eru litlar þá verður þetta ekkert mál.  Steikt í u.þ.b. 3 mínútur á hlið eða þar til loftbólur myndast.  Gott líka að hreyfa þær aðeins til á pönnunni með spaða og fylgjast með hvernig liturinn er undir.  Passa líka hitann – þær eru fljótar að brenna.  Það er einnig hægt að nota þetta deig og gera þetta í vöfflujárni.  Æðislegar með stöppuðu avokadó, hnetusmjöri eða jafnvel túnfisksalati.  Sjá hér uppskrift að túnfisksalati.  Geymast í loftþéttu íláti í kæli.  Fínt að nota þessar í nestið.

Kvöldverður

Pönnusteiktur lax með döðlum, sólþurrkuðum tómötum og sítrónusmjörssósu

4 laxabitar
  • olía til steikingar
  • 6 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
  • 8 mjúkar döðlur, saxaðar
  • 1 hvítlaukur, pressaður
  • 1 msk kapers

SÍTRÓNUSMJÖRSSÓSA
  • 60 ml hvítvín
  • 60 ml hvítvínsedik
  • 1/2 skalottlaukur, sneiddur
  • sjávarsalt og nýmalaður hvítur pipar
  • 250 g kalt smjör
  • 1 msk sítrónusafi

KARTÖFLUMÚS
  • 3 bökunarkartöflur, afhýddar og soðnar
  • 2 msk smjör
  • 1 msk mjólk
  • sjávarsalt og nýmalaður pipar
  •  
Byrjið á því að undirbúa kartöflumúsina og sjóðið kartöflurnar. Steikið hvítlauk upp úr smá olíu og bætið sólþurrkuðum tómötum og döðlum saman við, steikið við meðalhita í 3-4 mínútur. Bætið kapers saman við, takið af hellu og setjið lok yfir. 

Þá er komið að því að undirbúa sósuna. Byrjið á því að hella hvítvíni og ediki á pönnu og sjóða niður um helming, bætið þá skalottlauk, salti og pipar úti og sjóðið niður við meðalhita þar til að um 2 msk af soðinu eru eftir. Bætið þá köldu smjörinu smám saman við, 1 msk í einu, þar til að það er uppurið. Hellið sítrónusafanum saman við rétt áður en að sósan er borin fram. 

Þerrið laxabitana með eldhúspappírog kryddið með salti og pipar. Steikið á upp úr olíu á meðalheitri pönnu í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið (fer eftir þykkt). Á meðan laxinn er á pönnunni er gott að klára kartöflumúsina. 

Stappið kartöflurnar (mér finnst best að nota hrærivél) og bætið smjöri og mjólk út í. Kryddið kartöflumúsina eftir smekk. Setjið kartöflumús á disk og leggið laxabita ofan á, hellið sósunni yfir og að lokum tómat og döðlublöndunni.
 
Tengt efni: