Það er alltaf nóg að gera hjá okkur og alltaf gott að fá nokkrar góðar hugmyndir til að undirbúa morgun og kvöldverðin án þess að missa alveg geðheilsuna og snúast í hringi út í búð sár svöng/svangur og detta svo bara í einhverja óhollustu. Ég minni á að það er hægt að smella á uppskriftir til að prenta út til að hafa þetta handhægt við undirbúning og eldamennsku. Svo má ekki gleyma Sítrónuvatninu góða á hverjum morgni.
Það er margt girnilegt þessa vikuna
Það er alltaf nóg að gera hjá okkur og alltaf gott að fá nokkrar góðar hugmyndir til að undirbúa morgun og kvöldverðin án þess að missa alveg geðheilsuna og snúast í hringi út í búð sár svöng/svangur og detta svo bara í einhverja óhollustu. Ég minni á að það er hægt að smella á uppskriftir til að prenta út til að hafa þetta handhægt við undirbúning og eldamennsku. Svo má ekki gleyma Sítrónuvatninu góða á hverjum morgni.
Morgunverður
- 1 stór banani
- 240 ml haframjólk (eða rísmjólk ef einhverjir þola ekki hafra)
- 2 msk tröllahafrar lagðir í bleyti yfir nótt
- ½ tsk vanilluduft
- 1-2 msk hörfræolía
- kanill framan á hnífsodd
- lófafylli af klökum
Allt er sett í blandara og blandað þar til nánast kekkjalaust.
Kvöldverður
Innihald:
- 2 ýsu- eða þorskflök (bein- og roðlaus)
- 1 laukur
- 2 gulrætur
- 1 lítið brokkolí
- 2 mskgrænmetiskraftur
- 2-3 cm engifer
- 150-200 ml rjómi
- 3 msk dijon sinnep
- salt og pipar
- kókosolía til steikingar.
- Mýkið grænmetið á pönnu í olíunni og kryddið með grænmetiskraftinum.
- Takið grænmetið af pönnunni og setjið fiskinn á pönnuna.
- Hellið rjómanum út á, bætið sinnepinu út í og engiferinu. Leyfið að malla í smá stund.
- Setjið grænmetið út á pönnuna. Tilbúið fyrir 5 manna fjölskyldu
Morgunverður
Hráefni:
- 2 msk af chia fræjum
- ¼ bolli af þinni uppáhalds mjólk
- ½ avókadó – skrælað og skorið í bita
- 1 msk af kókósflögum
- 3 msk af kókósjógúrt eða hreinum jógúrt
- 1 msk af maca dufti – maca duft er unnið úr rótar grænmeti sem vex helst í Andesfjöllum. (veit ekki hvort það fæst hér)
- 1 lúka af bláberjum - ferskum
Leiðbeiningar:
Blandaðu chia fræjum og mjólk í stórt glas. Leyfðu þessu að standa í smá tíma eða þangað til fræjin hafa drukkið í sig alla mjólkina.
Settu núna avókadó og kókósflögurnar í glasið og síðan jógúrt. Og maca duftið ef þú hefur fundið það. Endið á bláberjunum.
Kvöldverður
- 600 g kjúklingalundir, skornar til helminga
- 2½ msk Creole krydd
- ½ tsk salt
- 1 msk smjör
- 1 msk olía
- 200 g sveppir, niðurskornir
- 2 vorlaukar, saxaðir
- 1 hvítlauksrif, pressað
- 150 g brokkolí
- 250 ml rjómi
- 60 g parmesanostur, rifinn
- ½ kjúklingakraftskubbur
- 1 msk söxuð fersk steinselja
- 500 g spaghetti
Setjið kjúklingalundirnar í skál og veltið þeim upp úr creole kryddinu og saltinu. Steikið kjúklinginn á pönnu upp úr smjörinu og olíunni og setjið svo til hliðar. Sjóðið brokkolíið þar til að það er hægt að stinga hníf í gegnum það. Steikið sveppina og vorlaukinn á pönnunni í 3-4 mínútur. Bætið brokkolíinu og hvítlauknum út í og steikið áfram í 2-3 mínútur. Hellið rjómanum saman við ásamt parmesanostinum og kjúklingakraftinum og látið malla áfram í 5-10 mínútur. Sjóðið pastað samkvæmt pakkningu og sigtið vatnið frá.
Veltið pastanu upp úr sósunni og setjið á diska, raðið kjúklingabitunum ofan á og stráið steinselju yfir
Morgunverður
Hráefni:
- ½ bolli af sætum kartöflum - soðnum og stöppuðum og án hýðis
- ½ stór banani – helst frosinn og skorinn í bita
- 1 stór daðla – steinalaus
- 1 bolli af möndlumjólk
- ¼ bolli af vatni
- 2-3 stórir ísmolar
- og dass af kanil
Leiðbeiningar:
Settu allt hráefnið í blandarann og láttu hrærast þar til þetta er orðið mjúkt. Helltu í glas og dreifðu smá kanil yfir ef þú hefur smekk fyrir því.
Kvöldverður
- 2 400 ml dósir kókosmjólk
- 2 400 ml dósir niðursoðnir tómatar
- 100 g engifer rifið eða fínt saxað
- 2 stk. hvítlaukar (heilir)
- 3 stk. laukar skornir í sneiðar
- 1 stk. blómkálshaus, meðalstór, skorinn í 2 cm bita
- 3 l vatn
- 1 stk. chilipipar eða -duft (má sleppa)
- söxuð fersk steinselja eða þurrkuð
- tímían
- lárviðarlauf
- túrmerik
- kúmín (má sleppa)
- olía
- salt
- pipar
Leiðbeiningar:
Hvítlaukarnir eru gylltir í potti þar til þeir eru orðnir mjúkir. Gott er að skera þá heila í tvennt og láta sárið snúa niður í pottinn, hella smáolíu og brúna þá rólega. Síðan eru þeir kreistir úr hýðinu og settir til hliðar.
Laukur er svitaður og engifer, chili, tímían, túrmerik, kúmín og lárviðarlauf sett út í. Tómatar eru maukaðir og settir í ásamt kókosmjólk, vatni og hvítlauk og allt soðið í u.þ.b. 30 mínútur. Loks er súpan smökkuð til með salti og pipar, blómkálið sett út í og súpan soðin í 4-5 mínútur til viðbótar.
Það má setja linsubaunir og bæta jafnvel kjúklingi eða fiski í súpuna til að gera hana matarmeiri. Ef kjúklingur er notaður er hann skorinn í 2-3 cm bita og brúnaður með kryddinu. Fiskur er settur út í síðast því passa þarf að sjóða hann ekki of lengi.
Morgunverður
- 2 msk. hreint Kea skyr
- 1 frosin banani ( frysti slappa banana)
- 1 lúka frosin jarðaber
- 1 lúka frosið mango
- 1 lúka frosin Vatnsmelóna ( kaupi eina hlussu og sker í bita og frysti í litlum frystipokum)
- Vatn eftir smekk...ég nota lítið því ég vil hafa áferðina eins og ís.
Rífa oggu poggu 70% súkkulaði yfir og njóta í sólinni. Um að gera frysta slappa ávexti og nota í drykki.
Kvöldverður
Hráefni fyrir salat:
- 4 bollar af baby romaine salati eða vorblanda í poka
- ½ til ¾ bolli frosin bláber, helst samt fersk. Ef þú ert með frosin þá þarf að láta þau þiðna.
- ½ bolli af söxuðum möndlum
- 2 msk af söxuðum rauðlauk – má sleppa
Hráefni í dressingu:
- 2 msk af hörfræ olíu
- 4 msk af balsamic vinegar
- 1 msk af kókósnektar eða maple sýrópi
Leiðbeiningar:
Hitaðu pönnu og ristaðu möndlurnar létt í 2 til 3 mínútur, eða þar til þær eru létt gylltar. Ef þú þarft að þíða bláberin þá getur þú skellt þeim í lítinn pott og hitað á lágum hita á meðan möndlurnar eru að ristast. Blandaðu hráefninu fyrir dressinguna í stóra skál, skelltu svo grænmetinu og lauknum saman við. Blandið vel. Bættu núna við ristuðu möndlunum og bláberjunum. Blandið öllu vel saman svo að dressingin nái að blandast öllu salatinu. Berið fram og borðið strax.
Morgunverður
Innihald:
- 350 g grísk jógúrt
- 4 msk tröllahafrar
- 3 msk chiafræ
- 1/2 dl kalt vatn
- 1-2 msk jarðarberjasulta.
- Hrærið öllu saman og geymið í ísskáp í amk. 3 klst eða helst yfir nótt.
-
- Ég hræri sultunni saman við rétt áður en ég fæ mér þennan dásamlega góða morgunmat en auðvitað er alveg hægt að setja sultuna út í um leið og allt hitt.
- Ég nota frönsku sultuna í löngu glösunum því í henni er enginn viðbættur sykur.
Kvöldverður
Hráefni:
- 200 g bulgur, ósoðið
- 100 g kjúklingabaunir, ósoðnar eða um 250 g soðnar
- 1/2 dl ISIO-4 olía
- 1 meðalstór laukur
- 2 msk tómatmauk
- 1 dós tómatar, niðursoðnir, hakkaðir
- 2 tsk ferskur engifer, saxaður
- 1 stk anís
- 1 grænmetisteningur eða 1-2 tsk grænmetiskraftur
- 3 stórar gulrætur, sneiddar
- salt framan á hnífsodd
- vatn 0,5 dl
Aðferð:
Leggið kjúklingabaunirnar í bleyti daginn áður. Sjóðið kjúklingabaunirnar þar til þær eru vel soðnar.
Saxið laukinn, hitið olíuna á pönnu og léttsteikið laukinn í um það bil 2 mínútur, hrærið vel í honum á meðan. Bætið tómatmaukinu, engifer og anís saman við og því næst hökkuðu tómötunum, hitið áfram og hrærið vel í á meðan. Bætið grænmetiskraftinum saman við. Ef þið notið grænmetistening, leysið hann þá upp í smá vökva áður en hann er settur saman við. Sneiðið gulræturnar og bætið þeim saman við og hitið í um það bil 5 mínútur og hrærið í á meðan. Smakkið til með salti, engifer og anísfræjum.
Hrærið ósoðnum bulgur og kjúklingabaunum saman við, bætið um 0,5 dl af vatni út í og látið sjóða í 15-20 mínútur
Morgunverður
Hráefni:
- 3 frosnir niðurskornir bananar
- 2 bollar frosin ber, t.d. jarðaber, hindber, brómber, bláber (Berry Mix)
- 2/3 bolli kókosvatn
Takið hýðið af vel þroskuðum bönunum, skerið niður og setjið í frysti. Frosnir bananar, ber og kókosvatn sett í mixarann og hrært.
Kvöldverður
Hráefni:
- væn smjörklípa
- 2/4 blaðlaukur
- 1/2 meðalstór rauðlaukur
- 1 hvítlauksrif
- 1 stór gulrót
- 1/2 sæt kartafla
- 1 meðalstór rauð paprika
- 6 - 7 sveppir
- spínat, magn eftir smekk
- fersk steinselja, smátt söxuð
- rifinn ostur
- 1 tómatur
- salt og nýmalaður
Aðferð:
- Hitið smjör á pönnu,
- Skerið rauðlaukinn, hvítlaukinn og blaðlaukinn smátt niður, steikið í smá stund.
- Skerið allt grænmetið fremur smátt. Bætið kartöflu og gulrót saman við laukana á pönnunni, leyfið því að malla á pönnunni í 3 - 4 mínútur. Kryddið til með ferskri steinselju, salti og pipar. Bætið því næst restinni saman við og blandið vel saman. Ég læt svolítið vel af spínati en það er auðvitað smekksatriði. Leyfið þessu að malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Á meðan að grænmetisblandan er að malla á pönnunni þá snúum við okkur að deiginu.
Botn:
Deig:
- 125 g smjör
- 2 bollar KORNAX heilhveiti (bollarnir sem ég nota eru 240 ml)
- 2 msk ískalt vatn
- 1 eggjarauða
- salt og pipar
Aðferð:
Skerið smjörið í litla teninga, blandið smjörinu, hveitinu og saltinu saman með höndunum í skál. Bætið síðan vatninu saman við smám saman. Smjörið þarf að blandast vel saman við hveitið, svo þetta tekur nokkrar mínútur. Sláið deiginu upp í myndarlega kúlu , setjið plastfilmu utan um og geymið í kæli í lágmark 30 mínútur.
Eftir 30 mínútur er deigið tilbúið, takið deigið út úr ísskápnum og fletjið út. Smyrjið bökunarform og setjið deigið í formið. Potið nokkrum sinnum í deigið með gaffli og bakið við 180°C í 8 - 10 mínútur.
Eggjablandan:
- 4 stór egg
- 2 msk kotasæla
- smá mjólk
- salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Pískið eggin léttilega saman við mjólkina, bætið kotasælu saman við og kryddið til með salti og pipar. Hellið eggjablöndunni yfir bökuna. Rífið niður ost og sáldrið yfir, skerið einn tómat og raðið nokkrum sneiðum ofan á ostinn. Bakið við 180°C í 30 - 35 mínútur.
Kælið bökuna vel áður en þið berið hana fram. Mér finnst best að bera hana fram með fersku salati og léttri sósu. Þessi baka er fyrir fjóra til fimm manns myndi ég halda, það er líka mjög þægilegt að frysta nokkrar sneiðar og eiga þegar að maður er ekki í miklu stuði til þess að elda. Þessi baka er af einföldustu gerð og bragðast mjög vel, tilvalið að bera hana fram t.d. í brönsboðum og bæta þá beikoni saman við. Prófið ykkur endilega áfram með þessa uppskrift, það hefur tekið mig svolítið langan tíma að búa til hina "fullkomnu" böku að mínu mati, þessi baka kemst frekar nálægt því og er sú besta sem ég hef prófað.
Morgunverður
Hráefni:
- Safi úr lime – nota helminginn
- 1 kiwi
- 25 gr valhnetur
- 1 banani
- ½ knippi af steinselju
- 1 bolli af vatni
- Einnig má nota avocado eða lúkufylli af spínat í þennan drykk.
Leiðbeiningar:
Settu allt hráefnið í blandarann og láttu blandast mjög vel.
Kvöldverður
Innihald:
- 1 tsk kúmenfræ
- 500 g bláber
- 200 g rauð vínber, skorin til helminga
- 1 msk rifið engifer
- 1 stk skalottlaukur, saxaður
- 120 ml vatn
- salt og nýmalaður pipar
- 2 tsk rauðvínsedik
- 700 g svínalund
Aðferð:
Þurrristið kúmenfræin í meðalheitum potti. Setjið bláber, vínber, engifer, skalottlauk og vatn í pottinn og hitið að suðu. Lækkið hitann og látið malla í 20–25 mínútur eða þar til berin eru orðin að mauki. Gætið þess að hræra í þeim öðru hverju. Bætið 1 tsk af ediki út í og kryddið með salti og pipar. Grillið lundina á meðalheitu grilli í 10–15 mín. á hvorri hlið. Kjötið á að ná 70° kjarnhita ef notaður er kjarnhitamælir. Kryddið kjötið með salti og pipar og pakkið því inn í álpappír og látið standa í 10 mínútur áður en það er skorið. Gott er að bera fram með fersku salati með sinnepssósu.
Tengt efni: