1 rauðsprettuflak
2 dl möndlur
Salt og pipar
1 egg
Olía til steikingar
Steinselja til skreytingar
1 stór sæt kartafla
1 msk olía
1 laukur
20-30 g ferskt grænkál
1 dl kókosmjólk
1 cm engifer
1 tsk kanill
Salt og pipar
1) Brjótið egg í skál og pískið með gaffli.
2) Malið möndlurnar í mjöl og hellið á disk, saltið létt og piprið.
3) Hitið olíu á pönnu.
4) Skerið fiskinn í smærri bita og veltið fyrst upp úr eggjahrærunni og svo möndlunum.
5) Steikið á hvorri hlið þar til fiskurinn er fulleldaður.
6) Færið í fat eða á disk og skreytið með steinselju.
1) Bakið sætu kartöfluna í ofni í hýðinu við 180 gráður í um klukkustund.
2) Skerið laukinn og steikið á pönnu þar til hann hefur náð að karamellast vel.
3) Flettið hýðinu af sætu kartöflunni og vinnið ásamt lauknum í mús í matvinnsluvél.
4) Bætið restinni af uppskriftinni við og vinnið áfram í matvinnsluvélinni þar til þið eruð komin með fallega græna mús með silkimjúkri áferð.
Uppskrift af vef birnumolar.com