Kannski kemur þetta þér á óvart, en poppkorn er eitt hollasta snakkið sem þú getur fengið þér. Og ástæðan er polyphenols.
Polyphenols er efni sem finnst í plöntum og er þetta efni það sem að hjálpar líkamanum að verja frumurnar og þannig ver það okkur fyrir ótímabærri öldrun.
Popp inniheldur eitt hæsta magn af polyphenols. Meira en flestir ávextir. En þetta segir Joe Vinson, Ph.D, professor í líffræði við Háskólan í Scranton.
“Poppkorn hefur meira af andoxunarefnum heldur en nokkur annar matur sem við borðum í milli mál. Einnig er popp afar hátt í trefjum”
Eins og með allan mat að þá skiptir máli hvernig hann er búinn til. Ekki stökkva út í búð og kaupa örbylgjupopp. Það er líka annað, popp sem þú kaupir í bíó er alls ekki hollt, það er allt of saltað.
Einnig popp sem hægt er að kaupa tilbúið í pokum út í búð, það er eitthvað sem þú skalt líka forðast að borða.
Ef þú ætlar að nota olíu til að steikja þinn maís upp úr, þá er sterklega mælt með kókósolíu.
Þegar poppið er tilbúið skaltu salta það með eðal sjávarsalti eða borða það ósaltað.
Heimildir: health.com