ATH: ef þú vilt sleppa að hafa þetta sætt þá getur þú sleppt maple sýrópinu. Annað, ef þér líkar ekki við bragðið af maple sýrópi þá skaltu nota hunang.
2 bollar af lífrænni kókóshnetu – þarf að vera búið að rífa kókósinn
1 bolli af virgin kókósolíu
2 msk maple sýróp – eða hunang
½ tsk vanilla extract (hægt er að google uppskiftir á netinu)
¼ tsk sjávar salt
1. Í lítinn pott skaltu setja rifnu kókósflögurnar og kókósolíuna og hita yfir afar lágum hita og hræra stanslaust.
2. Þegar olían hefur bráðnað alveg bættu þá maple sýrópinu saman við, vanillunni og salti og haltu áfram að hræra þangað til að kókósflögurnar hafa drukkið í sig olíuna. Hrærðu í um 5 mínútur í viðbót.
3. Helltu þessu nú í skál eða muffin form,
4. Ýttu á “deigið” svo það sé þétt í forminu og settu í ísskáp í klukkustund eða lengur.
5. Ef þú hefur ákveðið að setja deigið í mót og láta það kólna þannig þá skerðu það í kubba eða lengjur.