Flott í afmælið fyrir börnin og fullt af hollustu.
Flott í afmælið fyrir börnin og fullt af hollustu.
Fullorðnir mega líka borða þessa snilldar ostabolla því þeir innihalda afar fáar kaloríur.
Undirbúningstími eru 10 mínútur.
Eldunartími eru 45 mínútur.
Hráefni:
1 ½ bolli af óelduðum makkarónum
1 bolli af blómkáli – notast við blómin sjálf
4 ½ msk af olíu eða léttu smjöri (olivio)
1/3 bolli af glútenlausu hveiti – FINAX
1 ¾ bolli af undanrennu
1 bolli af cheddar osti 2%
¼ bolli af grísku jógúrt
1 msk af laukdufti
Salt og pipar eftir smekk
Spray til að deigið festist ekki í múffu forminu (non-stick cooking spray)
Leiðbeiningar:
- Forhitið ofninn í 180 gráður og spreyjið múffu formin eða notið smjör til að smyrja þau að innan.
- Taktu meðal stóran pott og eldaðu makkarónur eins og leiðbeiningar segja til um.
- Taktu nú annan pott og helltu í hana 4 bollum af vatni, láttu suðuna koma upp og bættu blómkálinu saman við. Láttu þetta malla í 12-15 mínútur. Notið sigti þegar blómkáli er hellt úr pottinum.
- Á meðal stóra pönnu skaltu bræða smjörið yfir meðal hita, hræra saman við það hveitið og svo hræra mjólkinni saman við. Passið að hræra stöðugt.
- Látið suðuna koma upp og lækkið þá hitann. Blandan á pönnunni á að þykkna. Bætið við jógúrt, osti, laukdufti, salti og pipar.
- Nú má setja makkarónur og blómkálið saman við og notist við skeið til að blanda þessu öllu vel saman.
- Takið svo skeið og skellið blöndunni í múffuformin.
- Bakist við 180 gráður í 20-25 mínútur eða þar til toppurinn er gylltur.
Það er mjög einfalt að margfalda þessa uppskrift og t.d bjóða upp á svona ostabolla í barnaafmælum.
Njótið vel!