Takið kjötið og dreifið olíu yfir það allt vel og vandlega. Kryddið með salti og pipar og chillidufti eftir smekk og nuddið kryddið vel inn í kjötið. Hitið pönnuna vel og steikið í nokkrar mínútur á hverri hlið. Setjið svo í eldfast mót og verið búin að hita ofninn í 150°C. Það er best að nota kjöthitamælir og stinga honum í þykkasta hlutann af kjötinu og þegar kjötið hefur náð 62°C í innri hita þá er það tilbúið en það getur tekið 45 mínútur.
Sósa:
Blandið öllu saman í skál og smakkið til því það er svo mismunandi hversu sterka maður vill hafa sósuna. Svo er gott að gera hana og láta hana standa í nokkra stund áður en maður ber hana fram.
Kartöflur:
Takið kartöfluna og afhýðið hana og skerið í langa strimla eins og franskar kartöflur. Setjið í eldfast mót með smjörpappír í botninum. Setjið kartöflurnar í mótið og dreifið yfir kryddi, olíu og kartöflumjöli og veltið þeim upp úr þessu.
Setjið í ofninn með kjötinu en þær þurfa svona hálftíma – en það er gott að þegar maður tekur kjötið út er gott að hita grillið í ofninum og láta þær vera inn í ofninum 10 mínútum lengur til þess að þær verði stökkar og góðar.
Ég var með strengjabaunir með en það er auðvitað bara spurning hvað manni finnst best að hafa með hverju sinni.
Birt í samstarfi við
Tengt efni: