Uppskrift er fyrir 6 ef þetta er forréttur en fyrir 3 ef þetta er aðalréttur.
3 meðal stórar sætar kartöflur
2 litlar kjúklingabringur – skinn og beinlausar
¼ bolli af ólífuolíu eða olíu að eigin vali
2 msk af ferskum lime safa
2 hvítlauksgeirar
3 heilir chipotle pipar – malaður
1 tsk þurrkað oregano
1 tsk cumin
1 tsk chili duft
Salt og pipar eftir smekk
2 bollar af spínat
Cheddar ostur eftir smekk
Kóríander eftir smekk til skreytingar – má sleppa
Grískur jógúrt til að bera fram með rétti þegar hann er tilbúinn
Forhitið ofninn í 200 gráður. Þvoðu kartöflurnar og styngdu þær á alla kannta með gaffli.
Setjið í ofninn og látið bakast í um klukkustund.
Settu kjúklinginn í eldfastmót og nuddaðu olíu á bringurnar ásamt salti og pipar. Settu í ofninn með kartöflunum og látið bakast í 25 mínútur.
Leyfið kjúklingi að kólna og rífið bringur í sundur með gaffli eða höndunum.
Þegar kartöflurnar eru tilbúnar, takið þær úr ofninum og skerið í tvennt, á lengdina. Leyfið kartöflum að kólna í 5-10 mínútur.
Takið meðal stóra skál og blandið olíunni, lime safanum, hvítlauk, chipotle pipar, oregano, cumin, chili dufti, salti og pipar vel saman. Setjið til hliðar.
Hitið litla pönnu yfir meðal hita og skellið spínat á pönnuna, einnig má elda spínat í örbylgjunni. Blandið nú saman kjúkling og spínat og setjið til hliðar en haldið heitu.
Hækkið hita á ofni í 220 gráður. Fjarlægið kartöfluna úr hýðinu á þann hátt að hýðið geti staðið sjálft og setjið á bökunarplötu. Setjið smávegis af chipotle sósunni yfir hýðið og bakið í 5-10 mínútur. Skinnið á að vera krispí.
Á meðan skinnið bakast blandið þá saman kjúkling og chipotle sósunni.
Takið skinnin úr ofninum og fyllið með kjúklinga blöndunni, toppið með rifnum osti og bakið í 10 mínútur eða þar til ostur er bráðinn.
Gott er að bera þetta fram með grískum jógúrt.