Þessar smákökur höfum við oft fengið hjá mömmu. Hún fann uppskrift hjá Cafesigrun.com fyrir löngu síðan en breytti henni töluvert og ég held að það eina sem stendur eftir af upprunalegu uppskriftinni séu 3 bananar og 1/2 tsk salt.
Þessar smákökur höfum við oft fengið hjá mömmu. Hún fann uppskrift hjá Cafesigrun.com fyrir löngu síðan en breytti henni töluvert og ég held að það eina sem stendur eftir af upprunalegu uppskriftinni séu 3 bananar og 1/2 tsk salt.
Þessar kökur eru alveg svakalega vinsælar hjá krökkunum og fyrir þá sem fylgjast með á snappinu þá eru þetta kökurnar sem ég var að baka um miðnætti kvöld eitt í síðustu viku til að eiga í nesti þegar danssýningin í Borgarleikhúsinu var. (Fyrir þá sem vilja fylgjast með á Snapchat = heilsumamman)
En að uppskriftinni, hún er einstaklega fljótleg og einföld. Hún er mjólkurlaus, glúteinlaus (ef notaðar eru glúteinlausar hafraflögur) og nánast alveg sykurlaus. Ég prófaði að gera hana bæði með kókospálmasykrinum og eins án. Og eins og við er að búast þá voru þær heldur betri með kókospálmasykrinum (það var svo sem auðvitað), ekki það að þær séu neitt mikið sætari en það kom svona öðruvísi áferð á þær, þær urðu stökkari og tja, bara örlítið betri.
Hráefni:
- 3 Þroskaðir meðalstórir bananar
- 3 msk kókosolía
- 2 dl smátt saxaðar döðlur (ég nota Kaju Organics sem fást smátt saxaðar, þá þarf ekkert að gera)
- 2 dl grófar hafraflögur
- 2 dl kókosmjöl
- 1 dl möndlumjöl
- 1/2 tsk salt
- 1/2 tsk vanilla
- 3 msk kókospálmasykur ( má sleppa )
Aðferð:
- Maukið bananana (t.d. með töfrasprota).
- Bræðið kókosolíu og bætið saman við.
- Blandið öllu hráefninu saman við og hrærið vel.
- Setjið með teskeið litlar kökur á bökunarpappír, þjappið aðeins með gaffli svo þær séu þunnar og bakið í 25 mín við 180°c
Kökurnar eru langbestar nýbakaðar en þær má líka frysta.
Uppskrift af síðu heilsumamman.com
Smelltu HÉR ef þú vilt skoða fleiri uppskriftir frá heilsumömmunni.