Sem meðlæti með aðalrétti fyrir 4.
Hráefni:
500 g sætar kartöflur (skrældar og skornar í grófa bita ca.1cm x 1cm)
1 stk appelsína, safinn og rifinn börkurinn
1 msk ferskt rósmarín, fínt saxað, eða 1 tsk af þurrkuðu rósmarín)
½ dl ólívuolía
Salt og pipar
Aðferð:
Blandið öllu saman í skál og setjið á ofnskúffu með smjörpappír undir og dreifið úr kartöflunum þannig að þær liggja ekki ofaná hverri annari, bakið í 180°c heitum ofni í 20-25 mín þannig að smá steikingarlitur sést á kartöflunum, kælið.
Soya og hunangsristaðar hnetur:
50 g pecanhnetur
50 g hersleyhnetur
50 g cashewhnetur
(má nota hvaða hnetur sem er)
½ dl soyasósa
½ dl hunang
Aðferð:
Setjið hneturnar á ofnskúffu með smjörpappír og ristið inní 180°c heitum ofni í 10 mín þannig að þær taka örlítin lit, á meðan er soyasósan og hunangið sett í pott og soðið saman í 2-3 mín eða þar til þykknar örlítið. Þá er soya blandan hellt volg yfir hneturnar og þessu blandað saman þannig að soyablandan þekji sem mest af hnetunum. Geymt á þurrum stað þangað til neytt er. Gott er að laga bara nógu mikið, því að þegar maður byrjar að narta í hneturnar getur maður ekki hætt!