Stútfullt af hollustu.
2 stórir tómatar, hreinsa innan úr þeim og skera í bita
1 bolli af kirsuberjatómötum – skera í tvennt
½ tsk af sjávarsalti
1/3 bolli af extra virgin ólífuolíu
1 msk af saxaðri ferskri steinselju
3 msk af rauðvínsediki
1 msk af kornóttu sinnepi
1 msk af soja sósu – low sodium
1 msk af hvítum miso
1 meðal stór skallot laukur – hreinsaður og saxaður smátt
2 bollar af fersku korni – ef þú finnur það ekki, nota þá úr dós
¼ bolli af rifnum parmesan osti
2 msk af saxaðri steinselju
12 fersk Basilíkulauf – rífa í litla bita
Setjið tómatana í stóra skál og kryddið með salti – látið standa í 30 mínútur við stofuhita.
Blandið því næst saman olíunni og næstu 6 hráefnum í góða krukku. Lokið krukku og hristið í 30 sek. þetta á að blandast vel saman.
Bætið nú ediki, korni, osti, söxuðu steinseljunni og basilíkkunni saman við tómatana.
Hristið saman og berið fram strax.