Fara í efni

Einfalt og gott: Epla og möndlu salat með quinoa

Afar einfalt quiona salat með ristuðum möndlum, sólblómafræjum, epli og þurrkuðum trönuberjum.
Einfalt og gott: Epla og möndlu salat með quinoa

Afar einfalt quiona salat með ristuðum möndlum, sólblómafræjum, epli og þurrkuðum trönuberjum.

Einnig er með þessu afar góð hindberja vinaigrette. Það er líka mjög gott að bæta kjúkling saman við fyrir þá sem vilja.

Uppskrift er fyrir 4 sem meðlæti. Fyrir tvo sem aðalréttur.

Hráefni:

½ bolli af quinoa

1 bolli af kjúklingasoði, grænmetissoði eða vatni

1/3 bolli af söxuðum möndlum

2 msk af sólblómafræjum

3 bollar af fersku spínat

1/3 bolli af þurrkuðum trönuberjum

1 stórt epli – rautt

1 tsk af sítrónusafa – ferskum

Má sleppa: lúkufylli af feta osti

Uppskrift fyrir dressingu:

Ef þú finnur ekki hindberja valhnetu vinaigrette út í búð þá er hér uppskrift af slíkri. (sjá neðar).

Hráefni:

¼ bolli af ólífuolíu

¼ bolli af hindberja vinegar

1-2 msk af sætuefni að eiginvali – hér er talað um sykur

2 msk af hindberjahlaupi án steina

2 tsk af Dijon sinnepi

¼ tsk af laukdufti

1 tsk af birkifræjum

Salt og pipar eftir smekk – má sleppa

Leiðbeiningar:

Hreinsið quinoa í sigti.

Takið lítinn pott og setjið quinoa og kjúklinasoð eða það soð sem þið ætlið að nota eða vatn í pottinn.

Farið svo eftir leiðbeiningum á quinoa pakkingu varðandi eldun.

Á meðan quinoa er að eldast skal setja söxuðu möndlurnar og sólblómafræjin á pönnu og passa að hrúga ekki á pönnuna – EKKI SETJA OLÍU. Setjið meðal hita á – alls ekki of heitt því þá brennur þetta mjög fljótt. Hrærið í möndlum og fræjum mjög reglulega og látið ristast. Þetta tekur um 1 mínútu, stundum aðeins lengur.

Skerið nú eplið – má vera með hýði og hristið sítrónusafa saman við eplabitana.

Takið quinoa og látið kólna – best að setja í ísskápinn.

Blandið saman spínat, þurrkuðu trönuberjunum, eplum og ísköldu quinoa.

Hristið saman með dressingunni (sjá neðar) – notið það magn sem ykkur hentar.

Toppið með fræjum og möndlum.

Dressing: blandið öllum hráefnum í blandara eða matarvinnsluvél. Farið varlega í sætuefnið sem þið ákveðið að nota. Við mælum með stevia.

Takið úr blandara og setjið í skál.

Njótið vel!