Uppskrift af hægelduðum tómötum sem getur verið gott meðlæti eða í salatið.
Dásamlegir tómatar, gott meðlæti eða ofan á salatið.
Hráefni:
4 stk. þroskaðir tómatar
1 stk. hvítlauksgeiri
ferskt timjan
flórsykur
maldon salt
pipar
ólífuolía
Leiðbeiningar:
Skerið tómata í tvennt og setjið smá olíu í eldfast mót.
Leggið tómatana í mótið og látið sárið snúa upp.
Kryddið með flórsykri, salti, pipar og olíu.
Skerið hvítlauksgeira í þunnar sneiðar og setjið eina sneið á hvern tómat.
Rífið timjan yfir og eldið í ofni við 60°C í 4-5 klst.