Rosalega ferskt og holt salat
2 msk vatn
1 tsk tamarisósa
1 msk cuminfræ
250 g gulrætur, skornar í teninga
250 g rófa, skorin í teninga
1 stk rauðlaukur, skorinn í báta
1 msk kókosolía
250 g brúnar linsur, soðnar sjá leiðbeiningar um suðu á baunum bls. 18
2 msk zahtar-kryddblanda
2 msk minta, smátt söxuð
1 stk límóna, notið safann
50 g heslihnetur, þurr ristaðar í ofni eða á pönnu
75 g spínat
50 g fetaostur
smá sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
Skerið gulræturnar og rófuna í teninga, afhýðið rauðlaukinn og skerið í báta og setjið allt í ofnskúffu, hristið saman vatn, tamarísósu og cuminfræ og hellið yfir, bakið við 200°C í 15 mín. Takið út og veltið upp úr 1 msk af kókosolíu. Setjið linsurnar í skál, kreistið límónusafa yfir, sáldrið zahtar og mintu yfir og blandið létt saman, bætið restinni af salatinu út á og blandið varlega saman.
Endið á að strá nokkrum saltkornum og nýmöluðum pipar yfir salatið.