Skerið kjúklinginn í bita, setjið á pönnu og dreifið burritos kryddinu yfir og smá ólífuolíu og steikið kjúklinginn og blandið þessu vel saman. Þegar kjúklingurinn er steiktur í gegn, takið þá helming af sweet chilli sósuna og hellið yfir kjúklinginn og blandið vel saman, látið standa.
Takið sýrða rjómann og blandið restinni af chilli sósunni við hann og látið standa meðan þið útbúið salatið. Skerið allt grænmetið, og passið upp á að þegar þið skerið avókadóið þá er gott að dreifa smá sítrónusafa yfir og salti svo að hann haldist grænn. Skerið ostinn í bita og kóríanderið er best að rífa yfir salatið og myljið svo nachos flögurnar aðeins og dreifið yfir. Berið svo fram með góður brauði og sósunni sem þið bjugguð til úr sýrða rjómanum.
Fylgdu okkur á Facebook