Það er mjög gott að hafa þetta salat með t.d grilluðum kjúkling, svínakjöti eða fisk.
Salatið er trefjaríkt og þessi uppskrift er fyrir 6 skammta.
¼ bolli af rauðlauk – skorinn í þunnar sneiðar
½ tsk af cumin dufti
1/3 bolli af hreinum jógúrt eða grískum jógúrt
2 msk af tahini
2 msk af extra virgin ólífuolíu
1 msk af sítrónusafa
¾ tsk af salti
½ tsk af ferskum pipar
4 bollar af brokkólí í smáum bitum
1 dós af kjúklingabaunum – hreinsa þær
½ bolli af granateplafræjum
Leggið laukinn í kalt vatn í 10 mínútur. Látið renna vel af honum eftir það.
Á meðan laukur er í vatni skal rista cumin kryddið á lítilli pönnu á meðal hita og hræra stöðugt í 1-2 mínútur.
Færið krydd í stærri skál.
Bætið saman við tahini, olíunni, sítrónusafanum og ½ tsk af salti og smá pipar og hrærið þar til mjúkt.
Bætið brokkólí, kjúklingabaunum, granateplafræjum og lauk saman við og hristið þessu vel saman.
Látið standa í 10 mínútur.
Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Það má gera þessa uppskrift degi áður en hún geymist í 1 dag í lokuðu boxi í ísskáp.