Fara í efni

Öðruvísi salat með brokkólí, kjúklingabaunum og granatepli

Hefur þú prufað að rista cumin? Það gefur víst alveg afbragðs góða lykt og ýkir bragðið aðeins.
Öðruvísi salat með brokkólí, kjúklingabaunum og granatepli

Hefur þú prufað að rista cumin? Það gefur víst alveg afbragðs góða lykt og ýkir bragðið aðeins.

Það er mjög gott að hafa þetta salat með t.d grilluðum kjúkling, svínakjöti eða fisk.

Salatið er trefjaríkt og þessi uppskrift er fyrir 6 skammta.

Hráefni:

¼ bolli af rauðlauk – skorinn í þunnar sneiðar

½ tsk af cumin dufti

1/3 bolli af hreinum jógúrt eða grískum jógúrt

2 msk af tahini

2 msk af extra virgin ólífuolíu

1 msk af sítrónusafa

¾ tsk af salti

½ tsk af ferskum pipar

4 bollar af brokkólí í smáum bitum

1 dós af kjúklingabaunum – hreinsa þær

½ bolli af granateplafræjum

Leiðbeiningar:

Leggið laukinn í kalt vatn í 10 mínútur. Látið renna vel af honum eftir það.

Á meðan laukur er í vatni skal rista cumin kryddið á lítilli pönnu á meðal hita og hræra stöðugt í 1-2 mínútur.

Færið krydd í stærri skál.

Bætið saman við tahini, olíunni, sítrónusafanum og ½ tsk af salti og smá pipar og hrærið þar til mjúkt.

Bætið brokkólí, kjúklingabaunum, granateplafræjum og lauk saman við og hristið þessu vel saman.

Látið standa í 10 mínútur.

Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Það má gera þessa uppskrift degi áður en hún geymist í 1 dag í lokuðu boxi í ísskáp.

Njótið vel!