Uppskrift er fyrir 4.
4 stk. kjúklingabringur
Olía
220 gr. Satay sósa frá Blue Dragon
Salt og pipar
Lambhagasalat
1 box kokteiltómatar
½ box spírur
2 stk. avócadó
½ pakki Perlu kúskús (fæst t.d. í Nettó)
Fetaostur í olíu
Kúrbítur skorinn í spaghettíræmur
Kjúklingabringur skornar í bita og steiktar á pönnu. Sataysósunni bætt útí og eldað þar til kjúklingurinn er steiktur í gegn.
Kúskús eldað eftir leiðbeiningum á pakka.
Kokteiltómatar og Avokadó skorið í bita og kúrbítur skorinn í spaghettíræmur.
Allt sett á stóran disk/bakka eftir þessari röð. Lamhagasalat (salathreiður), kúskús, tómatar, avókadó, fetaostur, kjúklingur, spírur og kúrbítsspaghettí.
Frábær uppskrift frá FoodandGood.is