55 g bygg eða quinoa
120 ml vatn
15 g fersk steinselja
15 g fersk minta
1 lítill laukur
4 vorlaukar
4 meðal stórir tómatar
4 msk ólífuolía
4 msk sítrónusafi
sjávarsalt og fínmalaður pipar
Byrjið á því að sjóða bygg eða quinoa í um 40 mínútur. Gott er að setja salt í vatnið til að bragðbæta, en það er ekki nauðsynlegt. Sleppið saltinu ef eldað er fyrir börn undir 1 árs.
Byggið/Quinoa er sett í skál og leyft að kólna á meðan grænmetið er skorið. Skerið steinseljuna og myntuna smátt og saxið laukinn og tómatana. Hrærið því saman við byggið/quinoa og bætið við 4 msk af ólífuolíu og 4 msk af sítrónusafa. Kryddið með sjávarsalti eða himalayasalti og pipar. Berið fram með fiskinum ásamt góðu fersku salati.
Höfundur Stefanía Sigurðardótti