Uppskriftin er fyrir 10 manns.
Hráefni:
1 kg ferskur fiskur, skorinn í 2 cm bita
½ kg rækjur
1 stk. blaðlaukar
1 stk. rauðlaukar
2 stk. rauðar paprikur
2 stk. hvítlauksgeirar saxaðir
1 stk. chili fínt saxað
½ dl ólífuolía
½ bt. steinselja
½ bt. kóríander
3 stk. sítrónur (safinn)
2 stk. appelsínur (safinn)
salt og pipar
Leiðbeiningar:
Grænmetið er skorið fínt niður og skolað. Öllu blandað saman og látið marínerast í a.m.k. fjórar klukkustundir.
Passa þarf að kreista allt umframvatn úr rækjunum áður en þær eru settar saman við.
Uppskrift fengin af vef tm.is