Hráefni:
3 kg blandaður ferskur fiskur (þorskur, karfi, ýsa, langa, steinbítur …)
4 stk. laukar saxaðir
1 stk. hvítlaukur saxaður
1 stk. sítrónugras skorið eftir endilöngu, aðeins bankað til að ná fram bragði
5 cm engifer skorið og saxað
6 blöð kafir-lime (sem eru þurrkuð lime-blöð) eða rifinn lime-börkur
5 msk. karrí
1 stk. chili eða smáchiliduft
100 g tómatkraftur
1½ l vatn
1½ l kókosmjólk
salt og pipar
olía
Leiðbeiningar:
Allt grænmeti og krydd sett í pott og svitað þar til það er orðið gyllt.
Tómatkrafti er bætt í og salti og pipar, þá er vatni og kókosmjólk bætt í og smakkað. Fiskurinn fer svo í þetta í hæfilega stórum bitum, má alveg vera nokkuð grófur þar sem þessi súpa á að vera pínu groddaleg og er hugsuð sem aðalréttur.
Suðunni hleypt upp og súpan er tilbúin. Borin fram með grófu brauði.
Gott er að setja ferskar jurtir í súpuna í lokin, t.d. steinselju eða kóríander. Einnig má krydda hana með öðrum hætti, t.d. setja í hana tómat og gera hana með ítölskum hætti. Þá eru notaðir maukaðir tómatar í dós, öllu austurlensku kryddi sleppt og bætt við tímían, óreganó og basil.
er heilsusamlegur samstarfsaðili HEILSUTORG.is
Uppskrift er af vef tm.is