Þorskhnakkar eru veislu matur.
Og ég kaupi þann fisk í fiskbúðum því mér finnst hann bestur ferskur og sprækur.
Þorskhnakkar með Mangó/Satay sósu.
Kvöldmaturinn.Dúddamía ég er dottin ofan í fisk og aftur fisk :)
Þorskhnakkar eru veislu matur.
Og ég kaupi þann fisk í fiskbúðum því mér finnst hann bestur ferskur og sprækur.
Þorskhnakkar í sjúkri Mango hnetusmjörssósu.
Þorskhnakkar:kryddaðir með chilli salti og pipar ( blandaður pipar ný mulin)
Skera með Rauða papriku, gula papriku og sveppi.
Sósan:1 dós Mangó frá Natures Finest
2 msk. Hnetusmjör
1 tsk. soyasósa
1/2 sítróna ( bara safinn)
chilli eftir smekk ég notaði 1/2 rautt chilli.
Salt og pipar eftir smekk.
Allt í blandarann og unnið í silkimjúkt mauk.
Þá er að smyrja sósuna yfir fiskinn.
Ég setti þetta inn í ofn með álpappír yfir og eldaði í 30mín á frekar háum hita.
Þetta verður gert mjög fljótlega aftur
Mæli með þessu Mangó í svona sósur.
Verður svo silkimjúkt.
Elska líka að frysta svona mango og nota í Boost.
Sjá hér